Kia hefur efnt til samstarfs við frumkvöðlafyrirtækin Polyola, Odyssey Innovation, Sieve og Waterhaul til að hvetja til vistvænna leiða til að ferðast um hafið og víðar.
Sjálfbærni gegnir lykilhlutverki í Plan S frá Kia og umbreytingu Kia í fyrirtæki sem veitir sjálfbærar samgöngulausnir.
Á alþjóðlegum degi hafsins tilkynnti Kia Europe um samstarf sitt við fjögur sprotafyrirtæki sem hugsa á svipuðum nótum: Polyola, Odyssey Innovation, Sieve og Waterhaul. Kia trúir því að engin ein stofnun eða fyrirtæki geti fundið lausnirnar fyrir sjálfbæra framtíð. Þess í stað þurfum við að efna til samstarfs til að vinna að þessu sameiginlega markmiði. Samstarfið er einnig í samræmi við alþjóðlega viðleitni Kia til að draga úr plastúrgangi í gegnum samstarfið við The Ocean Cleanup og stefnu fyrirtækisins um að nýta þetta efni betur í endurvinnslu.
Við trúum því að hreyfing kveiki hugmyndir og að sumar hugmyndir geti orðið kveikjan að hreyfingu. Þess vegna beinum við sjónum okkar að nýstárlegum útivistarmerkjum og höldum hugmyndum þeirra, sögum og nýsköpun á lofti til þess að hvetja aðra til ábyrgari samgangna.
„Sjálfbærni er lykilatriði í því að marka nýja stefnu í samgöngum,“ sagði Sjoerd Knipping, markaðs- og vörustjóri hjá Kia Europe. „Við deilum þessari sýn með ungum vörumerkjum eins og Odyssey Innovation, Waterhaul, Polyola og Sieve með því að skapa ábyrgar upplifanir sem auðga lífsstíl viðskiptavina og stuðla að jákvæðum breytingum fyrir tilstilli ábyrgra samgangna.“
Samstarfinu er ætlað að auðvelda fólki að komast milli staða á ábyrgan hátt á grundvelli þeirrar hugmyndar að þegar sjálfbærni í bæði samgöngum og tómstundum fer saman skapi það tvöfaldan ávinning fyrir okkur öll. Allir fimm samstarfsaðilarnir endurnýta úrgang úr sjónum, eða sem hefði annars endað í sjónum, til þess að búa til lífsstílsvörur. Þeir vinna stöðugt að því að draga úr umhverfisáhrifum sínum um leið og þeir ná hámarksárangri með vörum sínum.
Polyola
Brimbretti úr 100% pólýúretani, búin til úr endurunnu efni og 100% endurvinnanleg
Polyola er franskt fyrirtæki sem leitar innblásturs í langri sögu brimbrettaiðkunar, auk nýjustu strauma og stefna í efnisnotkun. Það þróar og framleiðir nútímaleg og sjálfbær hráefni fyrir brimbrettaiðnaðinn sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið en skila hámarksárangri. Kia Europe hefur efnt til samstarfs við Polyola til að skoða framtíð brettasmíði, brimbrettaiðkunar og sjálfbærari samgangna.
- Nýsköpun í efnisnotkun: Pólýúretan úr endurunnu efni sem hægt er að endurvinna að fullu (breyta í vökva) svo verðmæt hráefni hafni síður í landfyllingum og til að draga úr þörfinni á því að nota nýjar auðlindir.