Allt það nýjasta í rafbílatækni ásamt einstakri fjölhæfni og rausnarlegu rými fyrir alla farþega.
Kia EV9 rafmagnsbíllinn hefur verið tilnefndur sem “Besti bíll ársins” í tveimur flokkum á World Car Awards 2024. Dómnefnd World Car Awards verðlaunanna hefur valið hinn alrafmagnaða EV9 í úrslit, bæði sem besti bíll ársins og sem rafmagnsbíll ársins.
World Car Awards verðlaunin voru sett á laggirnar árið 2003 og hafa síðan þá verið rómuð á heimsvísu sem viðmið fyrir gæðastimpil í bílaiðnaðinum. Dómnefndin í ár var skipuð af yfir 100 virtum bílablaðamönnum víða að úr heiminum.
Árgerð 2024 af Kia EV9 sem er tilnefnd í ár er fyrsti þriggja raða rafjeppinn sem Kia framleiðir. Jeppinn endurspeglar djarfa og nútímalega hönnun og inniheldur allt það nýjasta í rafbílatækni ásamt einstakri fjölhæfni og rausnarlegu rými fyrir alla farþega.
Skyldi það fara svo að EV9 nái tvöföldum sigri í ár myndi það marka enn einn mikilvægan áfanga fyrir Kia en Kia vann til verðlauna á World Car Awards með Telluride árið 2020 og EV6 GT árið 2023.
Tilkynnt verður um vinningshafa í beinni útsendingu á World Car Awards athöfninni á alþjóðlegu bílasýningunni í New York þann 27. mars 2024 næstkomandi.