Rafbílar prófaðir í krefjandi vetri Noregs.
Virtasta bílablað Noregs, motor.no, hefur í samstarfi við NAF (Bílgreinasamband Noregs) prófað rafbíla á sama vegi til að skoða raundrægni og frávik af uppgefinni drægni.
Það mætti því segja að prófið snúist að mestu um að hitta á, eða fara yfir, þá drægni sem framleiðandi bílsins hefur gefið upp í WLTP staðli.
Sem dæmi:
- Bíll með uppgefna 1000 km drægni en fer 650 km er með 35% frávik
- Bíll með uppgefna 600 km drægni en fer 550 er með 8% frávik
Af þessum tveimur bílum er sá sem er með minna frávik mun árangursríkari, þó heildardrægni sé vissulega styttri.
Alls voru 23 bílar prófaðir í þetta skiptið, en allir bílar eru prófaðir a.m.k. tvisvar til að bera saman niðurstöður frá sumri og vetri.