16. feb. 2024

Kia EV9 á meðal bíla með minnstu frávik af uppgefinni drægni

Raundrægni og frávik prófuð á fjölda bíla í kuldanum í Noregi

kia-ev9-snaefellsjokull-island

Rafbílar prófaðir í krefjandi vetri Noregs.

Virtasta bílablað Noregs, motor.no, hefur í samstarfi við NAF (Bílgreinasamband Noregs) prófað rafbíla á sama vegi til að skoða raundrægni og frávik af uppgefinni drægni.

Það mætti því segja að prófið snúist að mestu um að hitta á, eða fara yfir, þá drægni sem framleiðandi bílsins hefur gefið upp í WLTP staðli.


Sem dæmi:

  • Bíll með uppgefna 1000 km drægni en fer 650 km er með 35% frávik
  • Bíll með uppgefna 600 km drægni en fer 550 er með 8% frávik

Af þessum tveimur bílum er sá sem er með minna frávik mun árangursríkari, þó heildardrægni sé vissulega styttri.

Alls voru 23 bílar prófaðir í þetta skiptið, en allir bílar eru prófaðir a.m.k. tvisvar til að bera saman niðurstöður frá sumri og vetri.

ev9-ad-framan-vetur
Einungis 12,5% frávik í miklum kulda og brekkum Noregs

Metnaðarfull prófun til að kanna frávik rafbíla.

Prófið er framkvæmt á sama vegi og eru bílarnir keyrðir við hraðamörk þangað til þeir klára raforkuna. Bílstjórarnir, sem allir eru reyndir í slíkum prófunum, nota ekki nein akstursaðstoðarkerfi eins og sjálfsstýringu (e. autopilot) eða hraðastillingu (e. cruise control). Einnig keyra þeir bílana í venjulegri stillingu, þ.e.a.s. ekki "sport" eða "eco" og nota endurnýjun rafmagns þar sem þeir geta.

Veðrið á prófunardeginum var -10°C þar sem vindur jókst er leið á daginn.

Kia EV9 bíllinn, sem hefur uppgefna 505 km drægni skv. WLTP, stoppaði eftir 441,9 km akstur en það var á meðal lægstu frávika allra 23 bílanna sem prófaðir voru í þetta skiptið. Dómararnir því heillaðir upp úr skónum með niðurstöður dagsins hjá Kia EV9, sem hafði einungis 12,5% frávik.

Nánar er hægt að lesa um prófanirnar og hina bílana á motor.no

Skoða Kia EV9