Útvíkkar hlutverk rafbíla.
„EV9 er spennandi í akstri, en hann er það ekki síður kyrrstæður með nýstárlegum búnaði á borð við tvíátta hleðslu,“ segir David Hilbert, yfirmaður markaðsdeildar Kia Europe. „Þessi tækni útvíkkar það hlutverk sem rafbílar gegna í lífi okkar, hvort sem það er í útilegum, til bjóða upp á rafmagn fyrir farskrifstofu eða jafnvel til að veita rafmagn inn á raforkukerfi samfélaga með V2G-tækni.“
Ljósainnsetningin var sett upp í Rampton, tjaldsvæði í firði 35 kílómetra suðvestan við Osló. Falleg strönd, með lítilli eyju úti fyrir, gerði þetta að tilvöldum stað til þess að herma eftir sólarupprás við strönd. Þegar „sólin“ hafði náð fullri lýsingu sást hún úr nokkurra kílómetra fjarlægð. Hægt var að aka EV9 frá Osló til Rampton, knýja „sólina“ í einn sólarhring og aka svo aftur til Osló án þess að hafa áhyggjur af drægni. Hægt er að horfa á heimildarmynd um ljósainnsetninguna má sjá hér í fréttinni.
„Með nýjustu tækni og listrænni tjáningu sköpuðum við innsetningu sem ekki eingöngu fangar eðli vörumerkisins Kia heldur býður einnig upp á lausnir fyrir raunverulegar áskoranir tilverunnar. Með þessu verki reynum við áfram á þolmörk sköpunar og nýsköpunar með Kia, ávallt með það að markmiði að veita öðrum innblástur,“ sagði Gabriel Mattar, yfirmaður viðskiptadeildar Innocean.