26. feb. 2024

Kia EV9 lýsir upp dimman veturinn

Kia EV9 knýr ljósasýningu sem líkir eftir sólskini í Noregi

Kia-EV9-solskin

V2L-búnaður EV9 býður upp á tengingu raftækja og rafmagnssnúra við hleðslutengi bílsins.

Einstök innsetning Kia, í samstarfi við hönnunarstúdíóið VOID og fyrirtækið Innocean, kveikir sólarljós á einu af dimmustu svæðum Noregs, þar sem sólin sést vart allan veturinn, með fimm metra háum LED-ljósadisk sem knúinn er af Kia EV9.

Þessi tilbúna sól sýnir einstaka orkugetu V2L-tækni EV9 og undirstrikar mikilvægi sólarljóssins, þar sem birtuskortur getur haft áhrif á orku einstaklinga, geðheilsu þeirra, ónæmiskerfi og svefnmynstur.

Kia-EV9-solskin-langt-fra

Útvíkkar hlutverk rafbíla.

„EV9 er spennandi í akstri, en hann er það ekki síður kyrrstæður með nýstárlegum búnaði á borð við tvíátta hleðslu,“ segir David Hilbert, yfirmaður markaðsdeildar Kia Europe. „Þessi tækni útvíkkar það hlutverk sem rafbílar gegna í lífi okkar, hvort sem það er í útilegum, til bjóða upp á rafmagn fyrir farskrifstofu eða jafnvel til að veita rafmagn inn á raforkukerfi samfélaga með V2G-tækni.“

Ljósainnsetningin var sett upp í Rampton, tjaldsvæði í firði 35 kílómetra suðvestan við Osló. Falleg strönd, með lítilli eyju úti fyrir, gerði þetta að tilvöldum stað til þess að herma eftir sólarupprás við strönd. Þegar „sólin“ hafði náð fullri lýsingu sást hún úr nokkurra kílómetra fjarlægð. Hægt var að aka EV9 frá Osló til Rampton, knýja „sólina“ í einn sólarhring og aka svo aftur til Osló án þess að hafa áhyggjur af drægni. Hægt er að horfa á heimildarmynd um ljósainnsetninguna má sjá hér í fréttinni.

„Með nýjustu tækni og listrænni tjáningu sköpuðum við innsetningu sem ekki eingöngu fangar eðli vörumerkisins Kia heldur býður einnig upp á lausnir fyrir raunverulegar áskoranir tilverunnar. Með þessu verki reynum við áfram á þolmörk sköpunar og nýsköpunar með Kia, ávallt með það að markmiði að veita öðrum innblástur,“ sagði Gabriel Mattar, yfirmaður viðskiptadeildar Innocean.

Kia-EV9-solskin-syning

EV9 er rafstöð á hjólum.

Kia-snjallhleðsla boðar sjálfbærari tíð í orkunotkun rafbíla með tvíátta hleðslu. Hún gerir orkunni kleift að streyma bæði inn í og út úr bílnum. V2L-búnaðurinn, sem var fyrst kynntur til sögunnar í Kia EV6 og er staðalbúnaður í EV9, gerir viðskiptavinum kleift að knýja 110 V / 220 V raftæki með rafhlöðu EV9, sem getur geymt 100 kílóvattstundir af orku, með því að stinga snúru þeirra í samband við hleðslutengi bílsins.

Sama tækni býður upp á V2H-tengingu fyrir heimili, V2G-tengingu inn á raforkukerfi og V2V-tengingu fyrir aðra bíla. Í Bandaríkjunum vinnur Wallbox, leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í hleðslu- og orkustýringarlausnum fyrir rafbíla, með Kia America að því að færa kaupendum Kia EV9 tvíátta hleðslu. Í Evrópu vinnur Kia að innleiðingu V2G-tilraunaverkefnis í Hollandi með fyrirtækinu Jedlix.

Kia-EV9-solskin-noregur

Brautryðjandi rafjeppi.

EV9, sem þegar hefur unnið til fjölda verðlauna, sameinar styrk SUV-bíls, framúrstefnulegt útlit rafbíls og framúrskarandi tækni og nær þannig leiðandi stöðu í flokki SUV-bíla. EV9 er byggður á E-GMP undirvagninum og tryggir sportleg afköst og yfir 563 km drægni á rafmagni. Leifturhröð 800 volta hleðslugeta býður upp á allt að 249 km drægni á aðeins 15 mínútum.

Sjáðu hér magnað myndband af því þegar Kia EV9 lýsir upp dimman veturinn í Noregi.