Þessi árlegi listi, sem hefur verið tekinn saman í meira en tvo áratugi, tilgreinir 200 einstakar nýjungar, þar á meðal nýjar vörur og hugmyndir, sem ritstjórar TIME hafa bent á að „breyti lífi okkar“.
Kia EV6 GT hlaut viðurkenningu frá TIME sem ein af bestu uppfinningum 2023 í samgönguflokki.
„EV6 GT fór fram úr væntingum með því að sameina hönnunarstefnu Kia „Opposites United“ og áherslu á sjálfbærar samgöngur í einstaklega kraftmiklum bíl,” sagði Steven Center, rekstrarstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Kia America. „Það er okkur mikill heiður að hljóta þessa viðurkenningu fyrir öflugasta bíl sem Kia hefur sett á markað, sem kemur í kjölfar þess að Kia America var eini bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum sem komst á TIME100-listann yfir áhrifamestu fyrirtækin.“
Við gerð listans senda ritstjórar og blaðafólk TIME um allan heim inn tilnefningar á netinu og í ferlinu er sérstök áhersla á atriði sem eru í auknum vexti eins og gervigreind, græn orka og sjálfbærni. Ritstjórar meta svo hverja tilnefningu út frá nokkrum lykilþáttum, þar á meðal nýsköpun, virkni, metnaði og áhrifum.