Þetta er ein mesta viðurkenning sem bíll getur hlotið. Kia EV6 hefur fengið frábærar viðtökur síðan hann var frumsýndur á síðasta ári.
Dómnefnd sem samanstóð af 59 bílablaðamönnum frá 22 Evrópulöndum valdi Kia EV6 Bíl ársins en hann hafði betur og hampaði titlinum í hörkubaráttu við Renault Megane E-Tech, Hyundai IONIQ 5, Peugeot 308, Škoda Enyaq iV, Ford Mustang Mach-E og Cupra Born. Valið um bíl ársins hefur verið haldið allar götur síðan 1965.
Kia EV6 hefur allt 528 km drægi á rafhlöðunni og getur hlaðið 10-80% á aðeins 18 mínútum. Hvort tveggja er með því besta sem þekkist í rafbílaheiminum.