16. apríl 2025

Kia EV3 er bíll ársins 2025 hjá World Car Awards

Kia EV3 var útnefndur sem heildarsigurvegari af 96 bílablaðamönnum frá 30 löndum

Kia EV3 ad framan

Verðlaunin undirstrika alþjóðlega forystu Kia á sviði hönnunar, tækni og í sjálfbærum samgöngum

  • World Car Awards heiðra, verðlauna og hvetja til framúrskarandi frammistöðu og nýsköpunar í ört breytilegum bílaiðnaði
  • Vinningshafar voru valdir af virtri dómnefnd sem samanstendur af 96 alþjóðlegum bílablaðamönnum frá 30 löndum

Kia EV3 var í dag útnefndur sem heildarsigurvegari á World Car Awards 2025. Tilkynnt var um úrslitin í beinni útsendingu á verðlaunaafhendingu World Car Awards sem fór fram á bílasýningunni í New York, þar sem EV3 hlaut hinn eftirsótta titil Bíll ársins 2025.

„Það er mikill heiður fyrir allt teymið okkar hjá Kia að EV3 hafi verið valinn Bíll ársins 2025. Þessi viðurkenning undirstrikar forystu Kia í því að bjóða upp á hönnunardrifnar, tæknivæddar og sjálfbærar samgöngulausnir – og sýnir hvernig EV3 skilgreinir notendaupplifunina upp á nýtt fyrir viðskiptavini um allan heim,“ segir Ho Sung Song, forstjóri Kia.

World Car Awards 2025 voru dæmd af 96 virtum bílablaðamönnum frá 30 löndum. Með sigrinum hefur Kia nú unnið sex verðlaun á World Car Awards frá árinu 2020 en Kia EV9 vann sömu verðlaun, Bíll ársins, sem og Rafbíll ársins í fyrra (2024).

Kia-EV3-ad-innan
Innanrými Kia EV3 hefur fengið mikið lof fyrir framúrskarandi hönnun og nýtingu rýmis

Hverjir eru helstu eiginleikar Kia EV3?

EV3 færir nýsköpunina og tæknina úr flaggskipinu Kia EV9 til enn breiðari markhóps en nokkru sinni fyrr og setur þannig ný viðmið í flokki smærri rafmagnsjepplinga. Bíllinn státar af djarfri, framúrstefnulegri ytri hönnun ásamt hagnýtu og rúmgóðu innanrými sem hámarkar notagildi og þægindi.

EV3 er með allt að 605 km drægni og getur hlaðið úr 10-80 prósent á 31 mínútu sem tryggir mikið notagildi í daglegri notkun. Innanrýmið er hannað til að hámarka aðgengi, þægindi og nýtingu rýmis. Auk þess er EV3 útbúinn gervigreindaraðstoð (AI Assistant), ökumannsaðstoðarkerfum (ADAS) og OTA hugbúnaðaruppfærslum, sem bæta upplifun eigenda.

Skoða Kia EV3

Fyrri verðlaun Kia á World Car Awards:

  • Kia EV9 – Bíll ársins 2024
  • Kia EV9 – Rafbíll ársins 2024
  • Kia EV6 GT – Frammistöðubíll ársins 2023
  • Kia Telluride – Bíll ársins 2020
  • Kia Soul EV – Borgarbíll ársins 2020