Verðlaunin undirstrika alþjóðlega forystu Kia á sviði hönnunar, tækni og í sjálfbærum samgöngum
- World Car Awards heiðra, verðlauna og hvetja til framúrskarandi frammistöðu og nýsköpunar í ört breytilegum bílaiðnaði
- Vinningshafar voru valdir af virtri dómnefnd sem samanstendur af 96 alþjóðlegum bílablaðamönnum frá 30 löndum
Kia EV3 var í dag útnefndur sem heildarsigurvegari á World Car Awards 2025. Tilkynnt var um úrslitin í beinni útsendingu á verðlaunaafhendingu World Car Awards sem fór fram á bílasýningunni í New York, þar sem EV3 hlaut hinn eftirsótta titil Bíll ársins 2025.
„Það er mikill heiður fyrir allt teymið okkar hjá Kia að EV3 hafi verið valinn Bíll ársins 2025. Þessi viðurkenning undirstrikar forystu Kia í því að bjóða upp á hönnunardrifnar, tæknivæddar og sjálfbærar samgöngulausnir – og sýnir hvernig EV3 skilgreinir notendaupplifunina upp á nýtt fyrir viðskiptavini um allan heim,“ segir Ho Sung Song, forstjóri Kia.
World Car Awards 2025 voru dæmd af 96 virtum bílablaðamönnum frá 30 löndum. Með sigrinum hefur Kia nú unnið sex verðlaun á World Car Awards frá árinu 2020 en Kia EV9 vann sömu verðlaun, Bíll ársins, sem og Rafbíll ársins í fyrra (2024).