Við erum afar stolt að kynna að Kia EV6 hefur hlotið enn ein verðlaunin sem bíll ársins 2022. Í þetta skiptið var hann valinn rafbíll ársins 2022 hjá bílatímaritinu Autocar.
EV6 er einn af fjórtán nýjum EV rafbílum Kia sem fyrirtækið hyggst setja á markað fyrir árið 2027. Kia EV6 hefur allt að 528 km drægi og með ofurhröðum hleðslutíma tekur einungis 18 mínútur að hlaða hann úr 10% í 80%. Hvort tveggja er með því besta sem þekkist í rafbílaheiminum.