3. jan. 2022

Kia er númer 1 á Íslandi

Kia er vinsælasta bíltegundin í flokki fólksbíla árið 2021. Alls voru skráðir 1.826 Kia fólksbílar á þessu ári og var markaðshlutdeildin 14,3%.

Kia er númer 1 á Íslandi

Þetta er í fyrsta skipti sem Kia er mest seldi fólksbíllinn hér á landi. Við erum stolt af þessum árangri og þökkum viðskiptavinum okkar frábærar viðtökur.

Heildarsala fólksbíla á árinu var 12.769. Af þeim bílum voru 3.560 hreinir rafmagnsbílar og 3.420 tengiltvinnbílar. Hlutfall tengjanlegra rafbíla var því um 55% af heildarmarkaði nýrra fólksbíla sem er jafnframt sú mesta frá upphafi. Söluhæsti bíllinn frá Kia var hinn vinsæli Niro sem fæst sem rafbíll, tengiltvinnbíll og tvinnbíll. Kia býður fjölmargar gerðir tengjanlegra rafbíla og má þar nefna nýjan EV6, Niro, Soul og tengiltvinnbílanna Ceed, X-Ceed, Sorento og væntanlegur er nýr Sportage sem verður með mikið drægi á rafmagni.