2. mars 2023

Kia birtir fyrstu stiklurnar af EV9

Fyrsti alrafmagnaði jeppinn frá Kia er væntanlegur í haust, beðið er eftir honum með mikilli eftirvæntingu.

Kia-EV9-sýnishorn

Kia birti í dag tvær stiklur af EV9 sem varpa ljósi á endanlega hönnun rafjeppans.

Þetta er fyrsti 100% rafknúni jeppinn frá framleiðandanum og fylgir í fótspor á hinum margverðlauna EV6. EV9 verður flaggskip Kia og endurspeglar metnaðarfulla sjálfbærnivegferð framleiðandans í hröðum heimi orkuskipta.

Hægt er að sjá stiklurnar á Youtube rás Kia á Íslandi. Þau sýna skuggamynd af framsækinni hönnun bílsins ásamt sterku yfirbragði. Nýstárleg hönnun ljósabúnaðar undirstrikar djarfa og einstaka hönnun EV9.

Nafnið kemur frá EV flokkunarkerfi Kia. Nafnið parar forskeytið „EV“ (e. electric vehicle) sem á íslensku þýðir rafknúin ökutæki og númerið „9“ sem Kia notar til flokka rafbíla sína út frá stærð.

Kia mun afhjúpa bæði ytri og innri hönnun EV9 seinna í mánuðinum og allar upplýsingar um bílinn verða svo aðgengilegar á kia.is í kjölfar heimsfrumsýningar í loks mars.

Smelltu hér til þess að skrá þig áhugalista fyrir EV9.

Nánar