3) Nýtt gildi í rými fyrir fólk sem einkennist af interneti hlutanna og tengdri tækni:
Bílar Honda 0-línunnar verða búnir interneti hlutanna og tengdri tækni sem byggjast á bílastýrikerfi Honda og bjóða upp á skemmtilegan akstur, skemmtilega notkun og skemmtilega tengingu. Í gegnum gervigreind og umfangsmikil gögn mun bíllinn læra á notandann, svo sem tónlistarsmekk hans, sem og aksturslag, og birta tillögur eftir því. Þar að auki mun bíllinn birta upplýsingar um nágrennið og leiðsögn fyrir síðasta spölinn á áfangastaðinn sem notendur þurfa að ganga eftir að hafa yfirgefið bílinn. Bíllinn mun bjóða upp á ígildi þess að skilja tilfinningar notandans. Því meira sem fólk notar bílinn sinn því betri verður tenging þess við bílinn og um leið getur bíllinn boðið upp á „skemmtilegri tengingu“ við ýmsar aðstæður í hinu hversdagslega amstri fólks.
4) Ánægjulegur akstur með fullkominni tengingu við bílinn:
Bílar Honda 0-línunnar verða búnir rafvæðingar- og aksturstæknilausnum Honda með það að augnamiði að bjóða upp á skemmtilegan og hrífandi sportlegan akstur og góða tengingu á milli ökumanns og bíls, bæði andlega og líkamlega. Til viðbótar við þetta skapast mikill samhljómur á milli afls, lítillar loftmótstöðu og hönnunar þegar saman koma lág staða 0-línunnar og straumlínulögunartækni sem Honda hefur þróað í akstursíþróttum.
5) Framúrskarandi nýting rafmagns:
Þekking á skilvirkri nýtingu orku, sem Honda hefur aflað sér á sviði rafvæðingartækni í gegnum þróun hybrid-bíla og á öðrum sviðum, er nýtt til að ná framúrskarandi nýtingu rafmagns. Þar er sérstaklega hægt að benda á bíla Honda 0-línunnar sem búnir verða rafrænum öxlum*2 með framúrskarandi orkunýtni og orkuflutningi, léttri rafhlöðu og framúrskarandi straumlínulögun, þar sem markmiðið er góð drægni um leið og umfangi rafhlöðunnar er haldið í lágmarki.
Til að bregðast við áhyggjum af hleðslutíma og niðurbroti rafhlöðu, sem helst hafa verið nýttar sem afsakanir fyrir því að skipta ekki yfir í rafbíl, munu bílar í Honda 0-línunni enn fremur bjóða upp á hnökralausa hleðslu og áreiðanleg rafhlöðuafköst sem lágmarka niðurbrot eftir margra ára notkun. Hraðhleðsla úr 15% í 80% hleðslu verður stytt í um 10–15 mínútur í bílum 0-línunnar sem koma á markað á seinni hluta þessa áratugar. Í millitíðinni vinnur Honda hörðum höndum að því að takmarka niðurbrot rafhlaðna (drægni) við minna en 10% eftir 10 ára notkun, með því að útfæra tæknilausnir fyrir stjórnun rafhlöðukerfa sem byggðar eru á gríðarmiklu magni akstursgagna frá meira en einni milljón Honda-rafbíla.
*2 Kerfi sem samanstendur af mótor, áriðli og gírkassa og breytir raforku í drifkraft.