Mikil ánægja og merkjanlegur munur í greiningum.
Síðastliðið ár hefur Askja sett aukinn kraft í fræðslumál í takt við þarfir starfsfólks ásamt því að uppfylla kröfur bæði framleiðenda og félagsins. Fjölmörg námskeið framleiðenda eru rafræn, önnur augliti til auglits á netinu eða haldin erlendis. Einnig hefur Askja fengið kennara frá framleiðendum til Íslands til að kenna. Mikil ánægja hefur verið meðal starfsfólks með aukna áherslu á námskeið og fræðslu og er merkjanleganlegur munur í vinnustaðagreiningum sem lagðar eru fyrir mánaðarlega.