Kia EV9 er rafdrifinn sportjeppi sem mun koma í framleiðslu árið 2023. EV9 hugmyndabillinn er kynntur til leiks í kjölfar EV6 og eru þeir báðir mjög spennandi rafbílar og hannaðir til að vekja athygli. Þeir sýna báðir að Kia er leiðandi í framleiðslu á rafbílum. Hönnunin er gerð í átt til sjálfbærni.
EV9 er mjög rúmgóður sportjeppi fyrir ökumann og farþega. Hægt er að breyta uppsetningu innandyra í sérstöku sveigjanlegu setustofurými bílsins.
Í innanrýminu er mjög breiður 27 tommu upplýsingaskjár sem nær yfir miðjustokk bílsins. Stýrið er mjög framúrstefnulegt og tæknilegt. Það er rétthyrnt í hönnun og gefur innanrýminu mjög spennandi útlit.
Bíllinn kemur á E-GMP undirvagninum eins og EV6 sem er sérhannaður fyrir rafbíla. Kia EV9 er mjög tæknivæddur bíll og mun bjóða upp á allt það nýjasta frá framleiðandanum.
Hönnun EV9 er framúrstefnuleg og eftirtektarverð. Bíllinn er kassalaga í hönnun. Löng framljós liggja ofan á brettunum að grillinu, með innbyggðum litlum ljósum. LED afturljósin eru sveigð upp. Sóllúgan er stór og egglaga. Brettin eru ferköntuð í hönnun og flottar felgurnar njóta sín vel.