19. nóv. 2021

EV9 frumsýndur í LA

Hugmyndabíllinn Kia EV9 var frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles 17. nóvember og fékk mikla athygli.

Kia EV9

Kia EV9 er rafdrifinn sportjeppi sem mun koma í framleiðslu árið 2023. EV9 hugmyndabillinn er kynntur til leiks í kjölfar EV6 og eru þeir báðir mjög spennandi rafbílar og hannaðir til að vekja athygli. Þeir sýna báðir að Kia er leiðandi í framleiðslu á rafbílum. Hönnunin er gerð í átt til sjálfbærni.

EV9 er mjög rúm­góður sportjeppi fyr­ir öku­mann og farþega. Hægt er að breyta uppsetningu innandyra í sérstöku sveigjanlegu setustofurými bílsins.

Í innanrýminu er mjög breiður 27 tommu upplýsingaskjár sem nær yfir miðjustokk bílsins. Stýrið er mjög framúrstefnulegt og tæknilegt. Það er rétthyrnt í hönnun og gefur innanrýminu mjög spennandi útlit.

Bíllinn kemur á E-GMP undirvagninum eins og EV6 sem er sérhannaður fyrir rafbíla. Kia EV9 er mjög tækni­vædd­ur bíll og mun bjóða upp á allt það nýj­asta frá fram­leiðand­an­um.

Hönnun EV9 er framúrstefnuleg og eftirtektarverð. Bíllinn er kassalaga í hönnun. Löng framljós liggja ofan á brettunum að grillinu, með innbyggðum litlum ljósum. LED afturljósin eru sveigð upp. Sóllúgan er stór og egglaga. Brettin eru ferköntuð í hönnun og flottar felgurnar njóta sín vel.

Innanrými EV9
Hönnun EV9 er framúrstefnuleg og eftirtektarverð.
,,EV9 er enn einn mikilvægur bíllinn fyrir Kia á þessu ári sem hefur verið ótrúlegt ferðalag fyrir okkur. Við lýstum yfir í ársbyrjun að að við ætluðum að vera leiðandi bílaframleiðandi í sjálfbærni og nú erum við stolt að kynna enn einn rafbílinn. EV9 er er hreinn rafbíll með fallega hönnun, tækni og nýjar línur í hönnun innra rýmis. Endurunnið fiskinet er notað í gólfefnið í EV9, endurunnið plast og ullartrefjar í sætisáklæðin sem og vegan leður."
Karim Habib, yfirhönnuður Kia

Markmið Kia er að bjóða einungis rafbíla á Evrópumarkaði frá 2035 en á öðrum lykilmörkuðum verður miðað við árið 2040. Kia stefnir að því að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2045.

EV9 með opnar hurðir
Kia EV9 er rafdrifinn sportjeppi sem mun koma í framleiðslu árið 2023.