Kia EV3 er tilnefndur í flokkunum: Bíll ársins, Rafbíll ársins og Hönnun ársins.
- World Car Awards leitast við að viðurkenna, verðlauna og hvetja til framúrskarandi frammistöðu og nýsköpunar í síbreytilegum bílaiðnaði.
- Tilnefningar eru metnar af dómnefnd 96 alþjóðlegra bílablaðamanna frá 30 þjóðum.
- Sigurvegarar verða tilkynntir 16. apríl á viðburði World Car Awards á New York International Auto Show
Kia EV3 hefur verðið valinn í lokaumferðina (topp 3) í þremur flokkum á árlegu World Car Awards. Bílar í úrslitum 2025 voru tilkynntir rafrænt í gegnum World Car TV, eftir val 96 alþjóðlegra bílablaðamanna frá 30 mismunandi þjóðum.
Í hvaða flokkum er Kia EV3 kominn í úrslit?
EV3 var valinn sem einn af þremur efstu bílunum, frá upphaflegum lista af 52 bílum, í þremur mismunandi flokkum. Þessir flokkar eru:
- World Car Design of the Year (Hönnun ársins)
- World Electric Vehicle (Rafbíll ársins)
- World Car of the Year (Bíll ársins - Heildarsigur)