Aðal markmið okkar er að veita góða og persónulega þjónustu og mikilvægur liður í því er að halda viðskiptavinum okkar vel upplýstum.
Nú þegar haustið rennur í garð er það okkur sönn ánægja að tilkynna breytingar í teyminu okkar hjá atvinnubílum, en við höfum fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi tíma.
Fyrr á árinu var Símon Orri tilkynntur sem nýr sölustjóri MB sendibíla og smærri hópferðabíla en ásamt því sinnir hann einnig starfi sölustjóra smart á Íslandi.
Liðið er sterkt og með yfir 50 ára samanlagða reynslu í bílageiranum, en það samanstendur af Símoni, Elvari Þór, Sigurði Steinssyni og Sigurði Stefánssyni.
Endilega kíktu við í kaffi á Krókhálsi 11.
Við tökum vel á móti þér!