Bílaumboðið Askja hefur undirritað tveggja ára samstarfssamning við Landssamband Hestamanna (LH) til að styðja við Hæfileikamótun LH.
Þetta samstarf miðar að því að efla unga og efnilega knapa. Hæfileikamótun LH er vettvangur fyrir unga knapa til að þróa hæfileika sína og ná árangri í hestamennsku.