7. feb. 2025

Askja og Landssamband Hestamanna hefja samstarf

Við erum afar stolt af því að kynna samstarf Öskju og Landssamband Hestamanna.

Askja og Landssamband Hestamanna hefja samstarf

Bílaumboðið Askja hefur undirritað tveggja ára samstarfssamning við Landssamband Hestamanna (LH) til að styðja við Hæfileikamótun LH.

Þetta samstarf miðar að því að efla unga og efnilega knapa. Hæfileikamótun LH er vettvangur fyrir unga knapa til að þróa hæfileika sína og ná árangri í hestamennsku.

„Við erum stolt af því að styðja við bakið á næstu kynslóð hestamanna og hlökkum til að sjá árangurinn hjá þessum ungu og efnilegu knöpum.“
Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju.

Hæfileikamótun sambandsins hefur verið starfrækt í á 5 ár og er hluti af þrískiptri afreksstefnu LH (A-landslið, U21, Hæfieikamótun). Tilgangurinn er að efla uppbyggingu afreksstarfs hestaíþrótta og efla færni efnilegra knapa í unglingaflokki (14-17 ára) sem stefna á að ná árangri í hestaíþróttum.

Nánari upplýsingar um hæfileikamótun LH má finna á vefsíðu Landssambands Hestamanna.

Vefsíða LH