9. feb. 2024

Askja meðal fyrirmyndarfyrirtækja Nemastofu atvinnulífsins

Askja hlaut viðurkenningu fyrir faglega móttöku og þjálfun iðnnema

olafur-jonsson-berglind-bergthorsdottir-gudni-th-johannesson-forseti-a-vidurkenningu-nemastofu-fyrir-askja-bilaumbod

Fjögur fyrirtæki voru sérstaklega heiðruð af Nemastofu á fjölmennri hátíð Iðnaðarmannafélagsins á Hótel Natura.

Verðlaunaafhending Nemastofu atvinnulífsins til fyrirmyndafyrirtækja fór fram laugardaginn 3. febrúar sl. samhliða nýsveinahátið Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.

Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og iðnmeisturum sem hafa náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og fyrir framlag þeirra til starfsmenntunar í landinu.

gudni-th-forseti-asamt-fulltruum-fyrirmyndarfyrirtaekja-nemastofu-2024
Guðni Th., forseti Íslands, ásamt fulltrúum fyrirtækjanna sem hlutu verðlaun

Berglind Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Öskju, tók við viðurkenningu fyrir hönd Öskju á fjölmennri hátíð Iðnaðarmannafélagsins þar sem forseti Íslands afhenti hópi sveina viðurkenningar, sem og 4 fyrirtækjum verðlaun fyrir móttöku og þjálfun iðnnema.

Hin fyrirtækin eru: Marel, Snyrtistofa Ágústu og Hasar.

"Við erum gríðarlega stolt af því að vera eitt af fjórum fyrirtækjum sem voru heiðruð af Nemastofu. Hjá okkur starfa í dag um 60 bifvélavirkjar á þremur best búnu bifreiðaverkstæðum landsins, en þrír af hverjum fjórum nemum sem hafa hlotið starfsþjálfun hjá Öskju undanfarin ár starfa hjá okkur í dag," sagði Berglind Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Öskju.

Sjá kynningarmyndband Nemastofu af Öskju hér fyrir neðan.