24. apríl 2025

Askja með í liði á Norðurlandamótinu í hermiakstri

Mótið fer fram á Íslandi, laugardaginn 26. apríl.

Norðurlandamótið í Hermiakstri

Laugardaginn 26. apríl fer fram Norðurlandamótið í hermiakstri á Íslandi: FIA Nordic Esport Championship 2025 – og er Askja stoltur samstarfsaðili mótsins. Mótið er haldið af Akstursíþróttasambandi Íslands (AKÍS) og fer fram í húsakynnum GT Akademíunnar í Faxafeni 10, þar sem almenningi gefst tækifæri á að fylgjast með í rauntíma.

Íslenska landsliðið í hermiakstri
Íslenska landsliðið. F.h. Gunnar Karl Vignisson, Roland Alfredsson, Sigurgeir Lúðvíksson og Hákon Jökulsson.

Keppendur frá fimm Norðurlöndum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi – etja kappi í tveimur flokkum: AMG Mercedes GT3 og FIA F4. Ísland teflir fram öflugu liði og keppa þeir Sigurgeir Lúðvíksson og Hákon Jökulsson í GT3, og Roland Alfredsson og Gunnar Karl Vignisson í F4. Þessir ökumenn stóðu sig best í opnum tímatökum fyrr í apríl og hafa þegar vakið athygli fyrir frammistöðu sína á alþjóðavettvangi.

Askja óskar íslenska liðinu góðs gengis og hvetjum áhugasama til að mæta í GT Akademíuna eða fylgjast með í beinni útsendingu á Vísir.is og Stöð 2 Vísi frá kl. 10:00.

Fylgstu með í beinni útsendingu