Askja frumsýnir GLC Coupé og GLS

Askja frumsýnir GLC Coupé og GLS

Nýir Mercedes-Benz GLC Coupé og GLS verða frumsýndir í sýningarsal Bílaumboðsins Öskju að Krókhálsi 11, laugardaginn 22. október kl. 12–16.

GLC Coupé er nýr og spennandi sportjeppi með fáguðum formlínum. Coupé hönnunin gerir hann sérlega sportlegan í útliti. Hann er fáanlegur strax í Plug-In Hybrid útgáfu, fyrstur allra Coupé sportjeppa í heiminum, en fæst einnig sem bensín– eða dísilbíll.

GLS er ný og betrumbætt útgáfa af GL jeppanum og er flaggskipið í glæsilegri jeppalínu Mercedes-Benz. GLS er mjög stór og stæðilegur jeppi sem hefur mjög góða torfæruhæfni. GLS kemur í nokkrum útfærslum hvað varðar vélar og afl en þær eiga það sameiginlegt að vera sparneytnar og umhverfismildar þrátt fyrir hörkugott afl. Bæði GLC Coupé og GLS eru búnir hinu háþróaða 4MATIC fjórhjóladrifskerfi frá Mercedes-Benz og auk þess báðir búnir 9G-Tronic sjálfskiptingu.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.