Framúrskarandi sérfræðingar á sviði flutninga og samganga flytja erindi á þessari árlegu ráðstefnu Millilandaráðanna.
Árleg ráðstefna Millilandaráðanna verður 7. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 14 til 17. Þema ráðstefnunnar í ár er The future of transportation – framtíð flutninga og samgangna.
Hröð þróun, jafnvel kúvendingar eru mögulega rétt handan við hornið í samgöngum og flutningum. Þetta snertir okkur öll með einum eða öðrum hætti. Allt frá daglegum ferðum til og frá vinnu, heimsóknum til fjölskyldu & vina og lengri ferðalögum - til skilvirkni alþjóðlegra aðfangakeðja á landi, hafi og í lofti. Samgöngur og flutningar eru mikilvæg forsenda alþjóðlegra viðskipta og lífsskilyrða Íslandi.