Bílaumboðið Askja

Fréttir

Nýr og hátæknivæddur A-Class frumsýndur

Nýr Mercedes-Benz A-Class var heimsfrumsýndur í Amsterdam á dögunum. Þetta er minnsti bíll Mercedes-Benz en hann hefur nú breyst talsvert í hinni upprunalegu hlaðbaksútgáfu (hatchback) þ.e. fjögurra dyra með afturhlera. Síðar á árinu verður A-Class auk þess í boði í glænýrri stallbaksútfærslu (sedan) en þannig hefur hann aldrei verið framleiddur áður. Báðir útfærslur eru væntanlegar til Íslands í lok sumars.

Lesa meira

Mercedes-Benz söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi

Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi enn eitt árið en alls seldi Bílaumboðið Askja 522 Mercedes-Benz fólksbíla á árinu 2017. Mercedes-Benz hefur verið mest seldi lúxusbíllinn á Íslandi frá árinu 2013 og eykur enn á forskotið. Í samanburði við þýsku lúxusbílamerkin BMW og Audi er Mercedes-Benz með 48,38% markaðshlutdeild hér á landi en fjöldi af seldum Mercedes-Benz sambærilegur og Audi og BMW til samans á síðasta ári.

Lesa meira

Klassískur G-Class fær uppfærslu

Nýr Mercedes-Benz G-Class var frumsýndur á bílasýningunni í Detroit á dögunum. Nýr G-Class heldur áfram sínu klassíska útliti sem hann hefur haft síðan hann var fyrst kynntur til sögunnar árið 1979. Hann er samt stærri og innanrýmið hefur verið endurhannað fyrir enn meiri þægindi í akstri. Jeppinn er nú 5,3 sentimetrum lengri og 12,1 sentimetrum breiðari en forverinn.

Lesa meira

Nýr og breyttur Sorento kynntur

Bílaumboðið Askja kynnir nýjan og breyttan Kia Sorento jeppa nk. laugardag kl. 12-16. Sorento hefur verið mjög vinsæll hér á landi enda stór og stæðilegur jeppi. Hann er í boði í bæði 5 og 7 sæta útgáfum þannig að stórar fjölskyldur ættu ekki að vera í neinum vandræðum á þessum jeppa.

Lesa meira

Rafbíllinn Kia Niro EV kynntur á CES

Kia kynnti nýjan Kia Niro EV rafbíl á CES sýningunni í Las Vegas sem nú stendur yfir. Þetta er annar hreini rafbíllinn frá Kia en fyrir er Kia Soul EV. Kia Niro EV er enn á þróunarstigi en hann verður með 383 km akstursdrægni. Bíllinn verður með 150 kW rafmótor sem skilar rétt rúmum 200 hestöflum sem gefur bílnum mjög gott afl.

Lesa meira

Mercedes-Benz frumsýnir pallbíl

Nýr og spennandi Mercedes-Benz X-Class verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag klukkan 12-16. Bíllinn verður frumsýndur bæði hjá Mercedes-Benz fólksbílum að Krókhálsi 11 og einnig í húsnæði atvinnubíla að Fosshálsi 1. Á Fosshálsi býðst atvinnumönnum að skoða vinnuþjarkinn X-Class og fá kynningu frá sérfræðingum Arctic Trucks á breyttum útgáfum af bílnum. Á Krókhálsi verður X-Class ásamt öllum fólksbílaflota Mercedes-Benz.

Lesa meira
Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.