Bílaumboðið Askja

Fréttir

Askja staðfestir sáttmála um eflingu vinnustaðanáms

Aðkoma fyrirtækja að iðn-, verk- og tækninámi er mjög mikilvæg, ekki síst þegar kemur að því að taka nemendur í vinnustaðanám (á samning). Fjöldi fyrirtækja leggur sitt af mörkum í þessum efnum en þörf er á að gera enn betur eins og kemur fram í menntastefnu Samtaka iðnaðarins.

Lesa meira

Mercedes-Benz aldrei selt fleiri bíla á einu ári

Mercedes-Benz setti sölumet á árinu 2015 en þá seldust alls 1.871.511 bifreiðar þýska lúxusbílaframleiðandans á heimsvísu. Aldrei í sögu Mercedes-Benz hefur lúxusbílaframleiðandinn selt fleiri bíla á einu ári.

Lesa meira

Spennandi störf fyrir gott fólk

Askja óskar eftir að ráða jákvæða og drífandi aðila í störf söluráðgjafa atvinnubíladeildar Mercedes-Benz sem meðal annars selur hópferða-, sendi- og vörubíla.

Lesa meira

Mercedes-Benz GLE 500 e Plug-in Hybrid kemur í vor

Mercedes-Benz mun setja á markað hinn nýja GLE 500 e Plug-In Hybrid sportjeppann á næstunni. Bíllinn er væntanlegur til Ísland snemma í vor.

Lesa meira

Kia efst í áreiðanleikakönnun Auto Bild

Kia Motors er í efsta sæti í áreiðanleikaskýrslu hins virta þýska bílatímarits Auto Bild fyrir árið 2015. Það þykir mikill heiður að ná efsta sæti áreiðanleikaskýrslu Auto Bild sem kemur út árlega en í henni er tekin saman ánægja bíleigenda, áreiðanleiki bíla og langtíma gæði þeirra á þýska markaðnum.

Lesa meira

Kia Sportage og Kia Optima fá 5 stjörnur hjá Euro NCAP

Hinir nýju Kia bílar Sportage og Optima fengu báðir 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Sportage og Optima bætast þar með í hóp sjö annarra Kia bíla sem hlotið hafa 5 stjörnur hjá Euro NCAP, Þessir Kia bílar eru Carens, cee’d, Rio, Venga, Soul, Sorento og núverandi Sportage. Þessi 5 stjörnu einkunn Kia bíla hjá Euro NCAP staðfestir að bílar suður-kóreska bílaframleiðandans eru meðal öruggustu nýju bíla á markaðnum í dag.

Lesa meira
Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.