Bílaumboðið Askja

Fréttir

Íslenskt barn verður valið sem boltaberinn í leik Íslands og Argentínu á HM

Öll börn fædd 2004 – 2007 eiga möguleika á að verða fyrir valinu. Íslenskt barn mun eiga þann heiður að verða fyrsti boltaberi í sögu Íslands á HM. Barnið mun afhenda strákunum okkar og Messi keppnisboltann í landsleik Íslands og Argentínu í Rússlandi sem fram fer í Moskvu laugardaginn 16. Júní nk.

Lesa meira

Vetrarsýning Mercedes-Benz

Bílaumboðið Askja heldur sérstaka vetrarsýningu nk. laugardag kl. 12-16 í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Krókhálsi 11. Mercedes-Benz býður upp á mjög breiða línu bíla, allt frá hinum sportlega A-Class til hins stóra og stæðilega G-Class. Á vetrarsýningunni verður lögð sérstök áhersla á jeppalínu þýska lúxusbílaframleiðandans og eru þar í aðalhlutverkunum GLA, GLC og GLE auk GLS.

Lesa meira

25% afsláttur af mottum

Í mars bjóðum við 25% afslátt af öllum gólf- og skottmottum fyrir Mercedes-Benz og Kia.

Lesa meira

Kia Rio efstur í áreiðanleikakönnun J.D. Power

Kia Rio er í efsta sæti í flokki smábíla í nýrri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power fyrir árið 2018. Nýr Kia Rio kom kom á markað fyrir rúmu ári síðan og hefur heldur betur slegið í gegn. Bíllinn er sá vinsælasti sem Kia hefur framleitt frá upphafi og er söluhæsti bíll suður-kóreska bílafamleiðandans.

Lesa meira

Kia vann til þriggja iF verðlauna

Kia fékk þrenn verðlaun fyrir bíla sína á hinum alþjóðlegu iF hönnunarverðlaunum 2018. Kia Stinger, Stonic og Picanto sigruðu allir í sínum flokkum á iF hönnunarverðlaununum sem þykja ein þau eftirsóttustu í hönnunarheiminum. Kia hefur þar með unnið til 15 iF hönnunarverðlauna fyrir bíla sína undanfarin ár. Þrír Kia bílar unnu einnig til verðlauna á síðasta ári.

Lesa meira

Nýr Kia Ceed kynntur til leiks

Nýr Kia Ceed var kynntur til leiks í dag (fimmtudag) en bíllinn verður frumsýndur með viðhöfn á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Þetta er þriðja kynslóð Kia Ceed en þessi vinsæli hlaðbakur kemur nú í talsvert breyttri mynd. Hann hefur fengið nýtt útlit að innan sem utan og þá hefur ýmsum tækninýjungum verið bætt við bílinn sem gera hann enn betri í akstri og öruggari. Einnig mun nýr Ceed hafa stærra skott og enn meira rými fyrir farþega og bístjóra.

Lesa meira
Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.