Nýr EV6 - endurhannaður með framtíðarsýn
Sjálfbærni er höfð að leiðarljósi þegar kemur að hönnun á nýjum EV6 í bland við fagurfræði.
Ný hugsun í hönnun á framhluta, með áberandi framljósum og afgerandi línum ásamt nýjum einkennandi LED afturljósum sem skapa nútímalegt og sportlegt útlit.
Í innanrými er tvöfaldur 12,3" skjár sem tryggir bæði fallegt útlit og mikið notagildi, glæsilegt nýtt stýri passar fullkomlega við innanrýmið ásamt fyrsta flokks slökunarsætum.
Nýr EV6 er hlaðinn nýjustu tækni og öryggisbúnaði frá Kia.