Honda bifreiðar eru framleidd eftir ströngustu kröfum um vandaðan frágang og efnisval og er í afar háum gæðaflokki. Það er mikilvægt að halda bifreiðinni sem lengst í góðu ástandi og framleiðandinn hefur sett fram fyrirmæli um kerfisbundið þjónustueftirlit. Áríðandi er að þjónustan sé framkvæmd af aðilum sem ráða yfir tæknilegum upplýsingum, sérverkfærum, sérþjálfuðum bifvélavirkjum til að sinna þessari þjónustu og Honda bilanagreini sem tryggir að nauðsynlegar hugbúnaðaruppfærslur séu framkvæmdar.
Askja ber sem seljandi bifreiðarinnar ábyrgð á þeim göllum sem kunna að vera á henni við afhendingu í samræmi við ákvæði laga um lausafjárkaup og eftir atvikum laga um neytendakaup. Til að tryggja enn betur hagsmuni viðskiptavina sinna lýsir Askja, fyrir hönd Honda, því yfir að tilteknir hlutar bifreiðarinnar séu í lagi og haldi fullri virkni í allt að 5 ár. Ábyrgðaryfirlýsingin er háð ákveðnum skilyrðum, s.s. að reglubundnu þjónustueftirliti sé sinnt samkvæmt fyrirmælum framleiðanda. Nánari útlistun er að finna í þjónustuhandbók.
Í þjónustuhandbókinni er að finna allar þær upplýsingar um ábyrgð Honda sem þú þarft á að halda. Ennfremur er fjallað um hvenær þú þarft að færa Honda bifreiðina þína til reglubundins þjónustueftirlits til þess að viðhalda gæðum hennar og ábyrgð. Þjónustueftirlit þarf að fara fram samkvæmt fyrirmælum framleiðanda og mælir hann með að eingöngu upprunalegir varahlutir frá Honda séu notaðir í allt viðhald og viðgerðir.