Nýtt styrktarkerfi vegna orkuskipta

Hvatar til orkuskipta í landssamgöngum eru nú með breyttu sniði.

Straumurinn er í Öskju 2023

Orkusjóður endurgreiðir 900.000 kr. af kaupverði í formi styrks.

Samkvæmt nýja kerfinu endurgreiðir Orkusjóður 900.000 kr. af kaupverði í formi styrks vegna hreinorku fólksbíla (100% rafbíla) sem kosta undir 10 milljónir króna og er styrkhlutfall vegna ódýrari bíla þar með hærra en dýrari bíla.

Enginn styrkur verður greiddur vegna fólksbíla sem kosta meira en 10 milljónir króna. Styrkir vegna notaðra innfluttra bíla verða lægri og ná einungis til nýlegra bíla.

Auðvelt er að sækja um styrki til fólksbílakaupa og er það gert á mínum síðum á island.is.

Stuðningur við rafmagnaða sendibíla.

Atvinnurekendur sem kaupa rafmagnaðan atvinnubíl geta eins og áður innskattað 24% virðisaukaskatt af uppsettu kaupverði sem og sótt um 500.000 kr. styrk frá Orkusjóði. Þá mun styrkurinn einnig nýtast í langtímaleigu á atvinnubíl hjá Öskju.

Kaupverð bíls má ekki vera hærra en 10 milljónir króna með virðisaukaskatti, þetta á við um bæði kaup og langtímaleigu á bíl.

Hægt er að sækja um styrk til kaupa á rafmögnuðum atvinnubíl hjá Orkusjóði í gegnum mínar síður á island.is.

Nánar um styrki til orkuskipta
EQA facelift-í hleðslu