Bílaumboðið Askja

Vinnustaðurinn

Vinnustaðurinn

 

Vinnustaðurinn 

Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu.  

Bílaumboðið Askja er til húsa í mjög vel búnu og glæsilegu húsnæði á Krókhálsi 11 og 13 í Reykjavík. Á Krókhálsi 11 er sala og þjónusta fyrir Mercedes-Benz fólks- og atvinnubíla. Á Krókhálsi 13 er sala og þjónusta fyrir Kia og Honda bifreiðar. Á báðum stöðum er að finna fullkomin verkstæði, varahlutaþjónustu og glæsilega sýningarsali. Askja notaðir bílar eru staðsettir á Kletthálsi 2 þar sem er að finna einstakt úrval notaðra bíla.  

Askja leggur mikinn metnað í að veita starfsfólki sínu stuðning og skapa umhverfi sem gerir því kleift að veita viðskiptavinum fyrirtækisins afburðaþjónustu. Í Öskju viljum við hafa heiðarlegt, metnaðarfullt og þjónustulipurt starfsfólk sem ávallt gerir sitt besta í þjónustu við viðskiptavini og samstarfsfólk. 

Gildi Öskju eru: 
Metnaður  |  Fagmennska  |  Heiðarleiki  |  Gleði

Metnaður: við leggjum okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu þar sem metnaður einkennir viðmót og verkefni.
Fagmennska: við viljum tryggja gæði og fagmennsku í öllu okkar starfi og að það endurspeglist í vinnubrögðum og þjónustu. Við leggjum okkur fram við að koma auga á leiðir til þess að gera hlutina stöðugt betur og ná meiri árangri. 
Heiðarleiki: við komum heiðarlega fram hvort sem er við samstarfólk eða viðskiptavini. Uppbyggileg og launsamiðuð samskipti eru höfð að leiðarljósi í öllu okkar starfi.
Gleði: við leggjum öll okkar af mörkum til að viðhalda menningu sem einkennist af gleði.

Gildi Öskju

Árlega er lögð fyrir vinnustaðagreining þar sem viðhorf starfsfólks til vinnuumhverfis, stjórnunar og líðan á vinnustaðnum eru könnuð. Meðal þeirra þátta sem koma vel út hjá Öskju í árlegum mannauðsmælingum eru starfsánægja, starfsandi, vellíðan á vinnustað, starfsfólk er stolt af því að vinna fyrir Öskju, það upplifir mikinn sveigjanleika milli vinnu og einkalífs og jöfn tækifæri óháð kyni.

Askja vill gera starfsfólki kleift að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða tilfærslu í starfi, þar sem því verður við komið. Mismunandi fjölskylduaðstæðum er sýndur skilningur s.s. vegna veikinda barna og umönnun aldraðra foreldra.

Jafnlaunavottun Jafnréttisstofu

Jafnlaunavottun 

Askja hefur hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Hjá Öskju er lögð áhersla á jöfn tækifæri karla og kvenna til starfa og framþróunar í starfi. Fylgst er með því að ákveðin störf flokkist ekki sem sérstök karla- eða kvennastörf og að hlutfall kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum sé sem jafnast. Laun eru ávallt ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Fordómar, einelti og ofbeldi af hvaða tagi sem er eða kynbundin eða kynferðisleg áreitni er ekki liðin hjá Öskju. 

Jafnréttisáætlun Öskju

Heilsuefling

Starfsfólk er hvatt til heilsueflingar og eru veittir styrkir til íþróttaiðkunar. Á hverju hausti er staðið fyrir heilsuviku, þar sem ýmsir heilsutengdir viðburðir eru í boði.

WOW Cyclothon lið Öskju

Starfsmannafélag Öskju

Öflugt starfsmannafélag stendur reglulega fyrir ýmsum uppákomum eins og keilukvöldi, jólahlaðborði og bíóferðum.

Árshátíðarmynd

Umhverfisstefna Bílaumboðsins Öskju

Askja leitast eftir að vernda umhverfi sitt og hefur því markað sér eftirfarandi stefnu.

Umhverfisstefna

Viltu slást í hópinn?

 

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.