Kia ábyrgð

Kia ábyrgð

undefined


7 ára ábyrgð
Kia umboðið, fyrir hönd Kia verksmiðjanna, ábyrgist Kia fólksbíla gagnvart framleiðslugöllum er í ljós kunna að koma á ábyrgðartímanum. Ábyrgðin tekur gildi um leið og fyrsti kaupandi tekur við bifreiðinni af seljanda eða umboðsmanni hans og hefur undirritað ábyrgðarskírteini. Hún varir í 84 mánuði frá þeim degi, en frá 1. janúar 2010 gildir eftirfarandi: Í 7 ár eða 150.000 km akstur innan þess tíma, á öllum hlutum tilheyrandi aflrás bifreiðarinnar og á öðrum hluta bifreiðarinnar (sjá nánari lýsingu á ábyrgðarskilmálum og undantekningum í ábyrgðarskírteini sem fylgir bifreiðinni).

10 ára ábyrgð á yfirbyggingu gagnvart gegnumryðgun
Kia verksmiðjurnar ábyrgjast yfirbyggingu bifreiðarinnar gagnvart gegnumryðgun í 10 ár, með þeim skilyrðum sem sett eru í ábyrgðarskilmálum sem bifreiðinni fylgja og með eftirfarandi undantekningum:

  • Tæring vegna skemmda af völdum óhappa, misnotkunar eða breytinga á bifreiðinni
  • Kemísk efnamengun, fugladrit, súrt regn, snjóhagl, umferðaróhöpp, sandfok, saltmengun, afísunarefni, grjótkast, eldsvoði, mannleg mistök, vanræksla, óeirðir eða náttúruhamfarir
  • Tæring vegna vanrækslu á að lagfæra minniháttar skemmdir
  • Tæring sem rekja má til þess að ekki hefur verið farið eftir fyrirmælum í þjónustuhandbók
  • Ábyrgðin tekur hvorki til eðlilegs slits á bifreiðinni né skemmda sem kunna að verða vegna óhappaatvika, misnotkunar, vanrækslu í meðferð eða við afbrigðilega notkun, svo sem í kappakstri, akstri utan vega o.fl.


Komi fram meintur framleiðslugalli á bifreiðinni, ber eiganda hennar að tilkynna það bifreiðaumboðinu Öskju án tafar eða næsta umboðsmanni fyrirtækisins og framvísa ábyrgðarskírteini um leið. Dráttur á að tilkynna meintan galla getur valdið ógildingu ábyrgðar.

 

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.