Þjónusturáðgjafi innri þjónustu

Við leitum að þjónustuliprum og ábyrgum aðila til að sinna starfi þjónusturáðgjafa í innri þjónustu Öskju.   

Innri þjónusta samanstendur af þjónustuveri Öskju, innri bílaleigu, Öskjuskutlu og gestgjöfum Mercedes Benz.

Hjá Öskju starfar öflugur hópur starfsfólks, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.   

Gildi Öskju eru: Metnaður - Fagmennska - Heiðarleiki – Gleði  

Um er að ræða framtíðarstarf þar sem verkefnin eru fjölbreytt og tengjast öllum deildum innri þjónustu Öskju.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Úrvinnsla fyrirspurna frá viðskiptavinum varðandi verkstæði og varahluti
  • Yfirfara bókuð verk á verkstæðum, uppsetning verklista o.fl.
  • Móttaka og aðstoð við viðskiptavini Mercedes-Benz  
  • Akstur viðskiptavina til og frá fyrirtækinu
  • Útkeyrsla og sendiferðir
  • Undirbúningur bílaleigubíla, skráning, þrif o.þ.h.

Hæfniskröfur:

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. Nám eða starfsreynsla í bílgreinum er kostur
  • Reynsla af þjónustustörfum, þjónustulund og samskiptahæfni
  • Þekking og áhugi á bílum  
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Ökuréttindi og góð ökufærni. Meirapróf er kostur
  • Íslensku- og enskukunnátta

Af hverju Askja?

  • Samvinna og sveigjanleiki  
  • Fjölskylduvænn vinnustaður  
  • Markviss starfsþróun
  • Frábært félagslíf
  • Samkeppnishæf kjör  

Umsóknarfrestur er til og með 9. október nk.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Rúnar Örn Birgisson þjónustustjóri innri þjónustu, rob@askja.is

Í anda jafnréttisstefnu Öskju hvetjum við öll áhugasöm til að sækja um; óháð kyni.

Umsóknarfrestur frá:30.09.2024
Umsóknarfrestur til:09.10.2024

Sækja um