Standsetning nýrra og notaðra bíla
Askja óskar eftir að ráða öflugan einstakling í að sinna standsetningu nýrra og notaðra bíla. Við bjóðum einstakt tækifæri til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi umhverfi.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Smart, Kia og Honda. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði. Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Vinnutíminn er 8-17, mikil vinna í boði fyrir duglegt fólk.
Helstu verkefni:
- Standsetning og þrif nýrra bíla
- Þrif á notuðum bílum, reynsluakstursbílum og sýningarbílum í sal
- Ferjun á bílum frá skipafélagi
- Ásetning einfaldra aukahluta og aðrar nýjungar
Hæfniskröfur:
- Vandvirkni, metnaður og dugnaður
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Íslensku- eða enskukunnátta
- Heiðarleiki og stundvísi
- Gilt bílpróf
- Aldurstakmark 20 ár
Af hverju Askja?
Askja leggur áherslu á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Það gerum við með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi til að geta veitt viðskiptavinum afburðaþjónustu. Áhersla er lögð á opin og uppbyggileg samskipti. Leitað er lausna og jákvæðni höfð að leiðarljósi. Öflugt starfsmannafélag er hjá Öskju og reglulegir viðburðir og skemmtanir.
Í anda jafnréttisstefnu Öskju hvetjum við öll áhugasöm til að sækja um; óháð kyni.
Umsóknarfrestur er til og með 1.október nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Þór Eggertsson verkstjóri Standsetningar jthe@askja.is
Umsóknarfrestur frá:12.09.2023
Umsóknarfrestur til:01.10.2023