Ert þú nemi í bifvélavirkjun?

Askja leitar að jákvæðum, drífandi bifvélavirkjanema með metnað til að ná framúrskarandi árangri. Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða á Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart bifreiðum.

Askja leggur mikið upp úr því að stuðla að góðri móttöku og þjálfun nema í bifvélavirkjun og hlaut á dögunum viðurkenningu Nemastofu fyrir að vera fyrirmyndarfyrirtæki í þjálfun og kennslu iðnnema í bifvélavirkjun.

Við hvetjum nema í bifvélavirkjun sem hafa áhuga á að starfa hjá Öskju til að sækja um. Þau sem koma til greina verður boðið í viðtal. Þegar gengið hefur verið frá ráðningu verður öllum umsækjendum svarað.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Rík þjónustulund og samstarfshæfni
  • Jákvæðni
  • Fagleg vinnubrögð
  • Stundvísi og góð skólasókn
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Af hverju Askja?

  • Samvinna og sveigjanleiki
  • Fjölskylduvænn vinnustaður
  • Markviss starfsþróun og öflugt fræðslustarf
  • Frábært félagslíf
  • Samkeppnishæf kjör
  • Raunhæfismat
  • Flott mötuneyti á staðnum

Umsóknafrestur er til og með 8. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hákon Jónas Gylfason, þjónustustjóri Kia og Honda hjg@askja.is.

Í anda jafnréttisstefnu Öskju hvetjum við öll áhugasöm til að sækja um; óháð kyni.

Umsóknarfrestur frá:21.11.2024
Umsóknarfrestur til:08.12.2024

Sækja um