Tilkynning um afhendingu varahluta

Tilkynning um afhendingu varahluta

19. mars 2020

Varahlutaverslun Öskju útvegar varahluti í bifreiðar og atvinnutæki á Íslandi frá Honda, Mercedes-Benz og KIA. Margir af þessum bílum gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi, svo sem sjúkrabílar, snjómoksturbílar, vöruflutningabílar og farþegabílar. Okkar ábyrgð er að að tryggja rekstraröryggi þessara bíla. 

Okkar ábyrgð er mikil og leggjum við mikla áherslu á að lágmarka smithættu og fylgja fyrirmælum Landlæknis. Fjölmargar ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Meðal þess má nefna að við höfum skipt varahlutadeild í tvö aðskilin teymi, breytt þjónustuleiðum og aukið sótthreinsun á helstu snertiflötum.

Við þurfum á þinni samvinnu að halda. Á meðan að þetta ástand varir biðjum við þig vinsamlegast að:

  1. Lágmarka allar heimsóknir í Öskju með því að ganga frá pöntunum í síma 590 2150 eða varahlutir@askja.is 
  2. Ganga frá greiðslu fyrirfram með millifærslu eða kreditkorti ef um staðgreiðslu er að ræða

Til viðskiptavina á Höfuðborgarsvæðinu keyrum við út allar sendingar án kostnaðar. Við leggjum nú aukna áherslu á þessa afhendingarleið og óskum eftir að sem flestir nýti sér það. Ef sérstaklega er óskað eftir að sækja vöru í Öskju er vara afhent á sérstöku afhendingarborði í varahlutaafgreiðslu. Því þarf að vera búið að panta vöru og greiða fyrir hana áður en komið er í Öskju.

Við treystum á að allir sýni þessum tímabundnu og mikilvægu aðgerðum skilning.

Einnig hefur tíðni flugsendinga tímabundið verið fækkað í þrjár sendingar í viku. Panta þarf varahluti fyrir kl. 11 á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum til að tryggja sem hraðasta afgreiðslu.

Með fyrirfram þakklæti um gott samstarf.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.