Nýr Honda e forsýndur

Nýr Honda e forsýndur

2. janúar 2020

Nýr Honda e rafbíll verður forsýndur í nýjum Honda sal Bílaumboðsins Öskju að Fosshálsi 1 laugardaginn 4. janúar nk. Þessi nýi og spennandi rafbíll verður aðeins til sýnis í stuttan tíma þar sem um forsýningu er að ræða. Forsala á Honda e hefst á sama tíma þann 4. janúar og hægt verður þá að forpanta bílinn. Það verður mikið um dýrðir á Fosshálsinum 4. janúar því ofursportbíllinn Honda NSX verður einnig til sýnis á sýningunni.

Beðið hefur verið eftir nýjum Honda e með mikilli eftirvæntingu síðan bíllinn var frumsýndur í framleiðsluúgáfu á bílasýningunni í Frankfurt í haust. Honda e er því nýjasta viðbótin í úrval rafbíla á Íslandi. Honda e er 154 hestafla rafbíll og togið 315 Nm sem skilar tafarlausri og þýðri hröðun án gírskiptinga. Akstursdrægi Honda e er allt að 220 km. Bíllinn er hlaðinn í gegnum aðgengilegt hleðsluinntak á vélarhlífinni. Búnaðinum fylgir LED mælir sem sýnir á einfaldan hátt hleðslustöðu rafgeymisins. Hægt er að ná 80% hleðslu inn á rafhlöðu á 30 mínútum.

Útgangspunktur Honda e er að skila þægilegum og afslöppuðum akstri en vilji menn spretta úr spori er valin Sport stilling sem skilar auknum afköstum með meiri hröðun. Þessu til viðbótar má auka hraða bílsins eða hægja á honum með Single Pedal stýringunni og er þá einungis notað eitt ástig. Honda e einstaklega lipur bíll og beygjuhringurinn er einungis 4,3 metrar. Handfrjáls bílastæða aðstoð Honda gerir mögulegt að leggja í jafnvel þrengstu bílastæði.

Honda e er mjög tæknivæddur og snjall bíll. Hægt er að eiga samskipti við hann með My Honda+ appinu í gegnum snjallsíma. Stafrænt mælaborð í fullri breidd heldur ökumanni upplýstum, býður upp á afþreyingu og tengir ökumann við það sem hann kann best að meta. Það veitir honum fulla stjórn yfir fjölda snjallaðgerða og þjónustuþátta. Honda e er búinn háskerpumyndavélum sem leysa hliðarspegla af hólmi. Með þessu eykst yfirsýn og það dregur úr heildarbreidd bílsins. Hurðarhúnarnir falla sléttir að hurðunum og skjótast fram þegar þarf að opna þær. Framljós, myndavélar og radar eru samþætt í einni heildstæðri hönnun.

Það verður vatn á myllu bílaáhugafólks að koma í Honda salinn 4. janúar því þá verður einnig hinn nýi og magnaði ofursportbíll NSX frumsýndur. NSX er tengiltvinnbíll með 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og þremur rafmótorum. Þetta er gríðarlega aflmikill sportbíll. Tengiltvinnvélin skilar bílnum 573 hestöflum og hann er aðeins 3 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Hámarkshraðinn er 319 km/klst.

Bílaumboðið Askja er umboðsaðili Honda á Íslandi en fyrirtækið tók við umboðinu í nóvember síðastliðnum. Honda er þar með þriðji bílaframleiðandinn sem Askja hefur umboð fyrir er Askja umboðsaðili Mercedes-Benz og Kia og auk þess að selja fyrrnefnd merki er Askja með afkastamikil og fullkomin bílaverkstæði sem og varahlutaþjónustu.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.