Mercedes-Benz atvinnubílar í sviðsljósinu

Mercedes-Benz atvinnubílar í sviðsljósinu

Atvinnubílar frá Mercedes-Benz verða í sviðsljósinu nk. laugardag en þá heldur Bílaumboðið Askja sérstaka atvinnubílasýningu að Fosshálsi 1 kl. 12-16.

Mercedes-Benz er stærsti framleiðandi lúxus- og atvinnubíla í heiminum og hafa verið vinsælir hér á landi sem og víða um heim. Mercedes-Benz atvinnubílarnir eru fjölbreyttir og uppfylla ólíkustu þarfir við ýmsar aðstæður. Má þar nefna Citan, Vito og Sprinter sendibílanna og glæsilegan V-Class. Þá ber mikið á vinnuþjörkunum Actros, Antos, Arocs og Ateco úr trukkadeildinni og einnig glæsilegum Tourismo hópferðabílum.

Á sýningunni verða ýmsir sérútbúnir Mercedes-Benz bílar til sýnis í húsakynnum atvinnubíladeildar Öskju á laugardag. Má þar nefna VIP Sprinter, Jökla-Sprinter, 24 tíma þjónustu Sprinter, Tourismo hópferðabíl, V-Class með hjólastólaaðgengi, Actros dráttarbíl og fleiri öfluga bíla.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.