Kia Sportage og Kia Optima fá 5 stjörnur hjá Euro NCAP

Kia Sportage og Kia Optima fá 5 stjörnur hjá Euro NCAP

Hinir nýju Kia bílar Sportage og Optima fengu báðir 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Sportage og Optima bætast þar með í hóp sjö annarra Kia bíla sem hlotið hafa 5 stjörnur hjá Euro NCAP, Þessir Kia bílar eru Carens, cee’d, Rio, Venga, Soul, Sorento og núverandi Sportage. Þessi 5 stjörnu einkunn Kia bíla hjá Euro NCAP staðfestir að bílar suður-kóreska bílaframleiðandans eru meðal öruggustu nýju bíla á markaðnum í dag.

Euro NCAP er leiðandi stofnunar á sviði umferðaröryggismála í Evrópu og einblínir á alhliða öryggi bílanna sem gerir neytendum auðveldara að lesa úr niðurstöðum allra öryggisþátta.
Þessir þættir eru td. öryggi farþega, öryggi gangandi vegfarenda, öryggi barna og búnaður og virkni öryggis og aðstoðarkerfa fyrir ökumann.

Hinir nýju Kia Sportage og Kia Optima koma á markað hér á landi á næsta ári.


undefined

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.