Kia Rio efstur í áreiðanleikakönnun J.D. Power

Kia Rio efstur í áreiðanleikakönnun J.D. Power

Kia Rio er í efsta sæti í flokki smábíla í nýrri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power fyrir árið 2018. Nýr Kia Rio kom kom á markað fyrir rúmu ári síðan og hefur heldur betur slegið í gegn. Bíllinn er sá vinsælasti sem Kia hefur framleitt frá upphafi og er söluhæsti bíll suður-kóreska bílafamleiðandans.

Kia Motors er í öðru sætinu í áreiðanleikakönnun J.D. Power yfir bílamerki sem ekki teljast til lúxusbílamerkja og hefur suður-kóreski bílaframleiðandinn hækkað um 12 sæti á listanum síðan árið 2016. Það þykir mjög öflugt fyrir bílamerki að vera ofarlega á lista J.D. Power enda er könnun fyrirtækisins yfir áreiðanleika bíla ein sú virtasta sem framkvæmd er í heiminum.

,,Þetta er glæsileg viðurkenning fyrir Kia Rio og undirstrikar einnig sterka stöðu Kia er kemur að því að framleiða trausta og örugga bíla," segir Þorgeir Ragnar Pálsson, sölustjóri Kia, Bílaumboðinu hjá Öskju.  

Kia Rio er auk þess að vera áreiðanlegasti smábíllinn samkvæmt J.D. Power einn sparneytnasti bíllinn í sínum flokki og eyðir aðeins frá 3,8 lítrum á hundraðið.

Nýr Rio í GT Line útfærslu verður frumsýndur í sumar og mun koma með 7 ára ábyrgð líkt og aðrir bílar frá suður-kóreska framleiðandanum.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.