8. nóv. 2024

Kia EV3 vinnur Gullna stýrið

EV3 vann í flokki "Besta virði - Besti bíllinn undir 40.000 evrum"

EV3 að framan hjá strönd

Þrátt fyrir að hafa aðeins komið á markaðinn í þessum mánuði hefur Kia EV3 þegar tryggt sér þrjú stór verðlaun.

Sigurganga bílsins heldur áfram með hinum eftirsóttu „besti bíll undir 40.000 evrum“ á Gullna stýrinu 2024. Viðurkenning EV3 bætir við virðingaverðan árangur Kia á Gullna stýrinu en á undanförnum árum hafa Kia bílarnir EV9, Niro EV, Sorento og XCeed allir hlotið þessi virtu verðlaun.

EV3 er einn af skilvirkustu rafbílunum á markaðinum og hefur bíllinn fengið athygli og hrós fyrir stíl, rými, tækni og verðmæti.

Frá árinu 1976 hafa tímaritið AUTO BILD og dagblaðið BILD am Sonntag árlega heiðrað bestu bílana í Þýskalandi. Verðlaunin eru að hluta til ákveðin í gegnum kosningu lesenda og almennings ásamt sérfræðiáliti dómnefndar og eru álitin ein þau mikilvægustu í þýskum bílaiðnaði. EV3 er leiðandi í flokki jepplinga með 605 km drægni og þá státar bíllinn af nýstárlegri innanrýmishönnun sem hámarkar rými, þægindi og aðgengi. Það vakti hrifningu dómara og gagnrýnenda nægilega til þess að koma EV3 á toppinn í þessum samkeppnishæfa flokki.

„Það er heiður að taka á móti þessum verðlaunum þar sem að þau eru viðurkenning frá bæði almenningi og sérfræðingum í iðnaðnum,“ sagði Karim Habib, framkvæmdastjóri og yfirmaður Kia Global Design. „Með einstakri samsetningu hönnunar, notagildis og tækni, er EV3 útkoma þeirrar skuldbindingar og hollustu sem verkfræðingar, stefnufræðingar og hönnuðir hjá Kia sýna í sínu starfi við að gera sjálfbæran ferðamáta aðgengilegan öllum.“

Nánar um Kia EV3
Kia EV3 vinnur Gullna Stýrið
Besti bíllinn undir 40.000 evrum. Þrátt fyrir að hafa aðeins komið á markaðinn í þessum mánuði hefur Kia EV3 þegar tryggt sér þrjú stór verðlaun.

Ein virtustu og mikilvægustu verðlaunin í þýska bílaiðnaðinum.

Alls voru 78 bifreiðar tilnefndar í sjö flokkum áður en lesendur fengu að kjósa um hverjar þeirra færu áfram í úrslit. Í kjölfarið gengust þeir bílar sem komust í úrslit í gegnum umfangsmiklar prófanir á DEKRA Lausitzring kappakstursbrautinni í Schipkau í Þýskalandi. DEKRA greindi aðstoðarkerfi ökumanna og ritstjórn Computer Bild mat hæfni hvers ökutækis.

Robin Hornig, aðalristjóri AUTO BILD hafði eftirfarandi að segja um EV3 í kjölfarið: „Gullin byrjun fyrir hinn nýja Kia EV3! Bíllinn býður upp á fjölda eiginleika og traustan fjölbreytileika á aðlaðandi verði. Sannfærandi tilboð fyrir þau sem kunna að meta gott verð samhliða frammistöðu. Þá er þetta örugg fjárfesting, þar sem að Kia býður upp á 7 ára framleiðandaábyrgð á EV3 sem nær yfir bæði ökutækið og rafgeyminn.“

Viðurkenning EV3 á Gullna Stýrinu kemur í kjölfarið á sigrum sem „Bíll ársins 2024“ á Electrifying.com verðlaununum og sem „Small SUV/Crossover of the Year“ á bresku Motor Awards verðlaununum.

Verðmætasti rafjepplingurinn á markaðnum.

Fyrsti rafjepplingur Kia er nú klár fyrir allar íslenskar ferðir og íslenskan lífsstíl. Bíllinn setur ný viðmið í hönnun, skilvirkni og frammistöðu á markaði með háar kröfur. Kia EV3 sameinar hágæða tækni margverðlaunuðu bílanna EV6 og EV9 og bætir við nýrri tækni og eiginleikum. 605 km drægni EV3 getur náð upp í 773 km þegar ökutækið er eingöngu notað í innanbæjarakstri. Þá er ökutækið stutt af Kia Charge sem býður upp á aðgang að meira en 800.000 hleðslustöðum í 28 Evrópulöndum og getur hlaðið frá 10 til 80 prósent á tæpum hálftíma.

Kia er einn af leiðandi framleiðendum í því að kynna V2L (Vehicle-to-load) hleðslu til leiks í flokki rafjepplinga. Það gerir ökutækinu kleift að knýja og hlaða utanaðkomandi tæki. EV3 er einnig fær um "tvíhliða-hleðslu", þar á meðal Vehicle-to-Grid, Vehicle-to-Home og Vehicle-to-Building, sem verður smám saman kynnt til leiks á evrópskum mörkuðum á næstunni. Uppfærslur, sérsniðin skjáþemu og aðrir eiginleikar eru fáanlegir í Kia Connect Store.

EV3 er nú fáanlegur á evrópskum markaði. Kia hefur áætlanir um að kynna til leiks EV3 með aldrifi og einnig GT módel og auka þannig úrvalið fyrir viðskiptavini umfram framhjóladrifsmódelið sem er í boði.

Kia-EV3-forsala-er-hafin
Væntanlegur á allra næstu vikum

Forsala hafin á Íslandi.

Forsala er hafin á Kia EV3 á Íslandi og er þessi magnaði rafjepplingur væntanlegur til landsins á allra næstu vikum.

EV3 er fáanlegur í þremur útfærslum: Air, Earth og Luxury.

Hönnunin á EV3 er einstaklega falleg og nútímaleg, í innanrými er þrefaldur breiðskjár sem felur í sér 12,3" margmiðlunarskjá, 5,3" snertiskjá fyrir loftkælingu og 12,3" LCD mælaborð. Farþegar í framsæti hafa aðgang að margvíslegum upplýsinga-, afþreyingar- og leiðsagnareiginleikum svo sem Youtube eða Netflix.

Verð frá 5.290.777 kr. með rafbílastyrk.

Forpanta Kia EV3