Kia efst fjórða árið í röð hjá J.D Power

Kia efst fjórða árið í röð hjá J.D Power

9. júlí 2018

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílamerki sem ekki teljast til lúxusmerkja. Þetta er fjórða árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Í könnun J.D. Power eru bíleigendur nýlegra bíla spurðir um áreiðanleika þeirra og bilanir á fyrstu 3 mánuðum.

Tveir bílar frá Kia, Sorento og Rio, urðu efstir í sínum flokkum. Kia Sorento varð í efsta sætinu í flokki sportjeppa og Kia Rio náði efsta sætinu í flokki smábíla. Kia Optima og Sportage urðu í öðru sætinu í sínum flokkum ásamt Forte og Sedonna sem ekki eru framleiddir fyrir Evrópumarkað.

J.D. Power spurði rúmlega 75 þúsund eigendur nýrra bíla og svöruðu þeir alls 240 spurningum á mörgum mismunandi sviðum til að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda.

,,Þetta er framúrskarandi árangur fyrir Kia og mjög ánægjulegt að merkið nái toppsætinu í þessari virtu könnun J.D. Power fjórða árið í röð. Við erum að sjálfsögðu afar stolt og ánægð með þennan árangur. Þetta sýnir svo ekki verður um villst mikil gæði og góða endingu nýrra Kia bíla. Við höfum mikla trú á bílum okkar og bjóðum til að mynda upp á 7 ára ábyrgð af nýjum bílum en enginn annar bílaframleiðandi í heiminum býður upp á svo langa ábyrgð," segir Michael Cole, einn af framkvæmdastjórum Kia.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.