Jeppasýning í Öskju

Jeppasýning í Öskju

4. apríl 2019

Páskarnir eru á næsta leyti og ekki seinna vænna en að huga að ferðalaginu. Bílaumboðið Askja mun nk. laugardag halda Mercedes-Benz jeppasýningu þar sem boðið verður upp á ýmis tilboð á völdum vörum.

Í salnum hjá Öskju að Krókhálsi verður úrval Mercedes-Benz jeppa sem eru tilbúnir til afhendingar. Nú er líka rétti tíminn til að huga að perum, rúðuþurrkum og kerrutenglum sem Askja mun bjóða á 25% afslætti. Starfsfólk Öskju sér um að skipta um perur og rúðuþurrkur ásamt því að fylla á rúðuvökvann, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Til að vera viss um að allur farangurinn komist fyrir í bílnum ætlar Askja að bjóða farangursbox og skíðafestingar á sérstöku páskatilboði.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.