Glit­ur fær vott­un frá Mercedes-Benz

Glit­ur fær vott­un frá Mercedes-Benz

Dirk Zent­graf, Guðjón Ágúst Sig­urðsson, Al­bert Kristjáns­son og Óskar Páll Þorgils­son fögnuðu því að Glit­ur sé komið vott­un sem viður­kennt máln­ing­ar- og rétt­ing­ar­verk­stæði fyr­ir Mercedes-Benz bíla.

 

Bílaum­boðið Askja hef­ur gert samn­ing við Glit­ur bíla­mál­un og rétt­ing­ar á Suður­lands­braut. Glit­ur hef­ur nú fengið vott­un sem viður­kennt máln­ing­ar- og rétt­ing­ar­verk­stæði fyr­ir Mercedes-Benz bíla.

„Glit­ur hef­ur starfað náið með Öskju allt frá ár­inu 2005 og hef­ur sinnt viðgerðum á Mercedes-Benz bif­reiðum. Sam­hliða góðu gengi í sölu og mikl­um tækninýj­ung­um hef­ur eft­ir­spurn­in eft­ir viður­kenndu verk­stæði auk­ist.

Glit­ur hef­ur lengi sóst eft­ir því að verða fyrsta viður­kennda máln­ing­ar- og rétt­inga­verk­stæði fyr­ir Mercedes-Benz á Íslandi, og hef­ur und­an­far­in ár fjár­fest í tækni­búnaði, sér­verk­fær­um og þjálf­un sam­kvæmt kröf­um fram­leiðand­ans. Sem hluti af þessu ferli þurftu starfs­menn Glit­urs að sækja fjölda nám­skeiða í Þýskalandi og stand­ast út­tekt­ir á vinnu­brögðum, tækja­búnaði og fram­kvæmd viðgerða.

Í loka­út­tekt­inni sem fór fram í sept­em­ber kom í ljós að vinna und­an­far­inna ára hafði skilað sér í framúrsk­ar­andi gæðum,“ seg­ir Óskar Páll Þorgils­son, for­stöðumaður þjón­ustu­sviðs Öskju af þessu til­efni.

Dirk Zent­graf, sér­fræðing­ur Mercedes-Benz, sem fram­kvæmdi loka­út­tekt­ina hafði á orði að verk­stæði Glit­urs stæðist fylli­lega kröf­ur sem fram­leiðandi ger­ir varðandi tjónaviðgerðir og væri sam­bæri­legt að gæðum við það sem best ger­ist í Þýskalandi. Óskar Páll seg­ir að í dag sé Glit­ur eina verk­stæði lands­ins sem er tækni­lega fært um að sinna tjónaviðgerðum á Mercedes-Benz bif­reiðum á full­nægj­andi hátt til að viðhalda full­um gæðum og ör­yggi farþega.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.