EQ – Electric Intelligence. Framtíðin er hafin.

EQ – Electric Intelligence. Framtíðin er hafin.

Mercedes-Benz kynnti vörumerkið EQ á bílasýningunni í París árið 2016, en það nær yfir alla hreina rafbíla Mercedes-Benz til framtíðar og mun fyrirtækið framleiða níu slíka fyrir árið 2022. Við framleiðslu á bílunum er lögð áhersla á fallega hönnun, frábæra aksturseiginleika, hagkvæmni og öryggi, líkt og Mercedes-Benz er þekkt fyrir. Allar vörur og þjónusta tengd rafbílum frá Mercedes-Benz sameinast undir EQ–nafninu. Fyrsti hreini rafbíllinn í EQ línunni er fjórhjóladrifinn sportjeppi sem kemur á markað árið 2019 og er áætluð drægni hans 500 km. Plug-in Hybrid bílar Mercedes-Benz verða einnig framleiddir undir merkjum EQ, en þeir eru búnir tengiltvinnvél og hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum mánuðum.

Þar sem rafbílar eru framtíðin hefur Mercedes-Benz ákveðið að fjárfesta af miklum þunga í rafbílum og rafhlöðutækni. Með EQ stígur fyrirtækið skrefi lengra og skapar innviði fyrir mikla þekkingu og tækni fyrir nýja rafbíla. Í byggingu er 55 milljarða króna risarafhlöðuverksmiðja Mercedes-Benz, sem setur ný viðmið í rafbílavæðingunni. Þá er unnið hörðum höndum að því að lækka verð á rafhlöðum enn frekar. Talið er að framleiðslukostnaðurinn á rafhlöðum verði innan tveggja ára aðeins 10% af því sem hann var árið 2012.

Í rafbílavæðingunni ætlar Mercedes-Benz sér að vera áfram í fremstu röð og ávallt skrefi á undan. Við hjá Öskju hlökkum til að bjóða Íslendingum upp á rafbíla í hæsta gæðaflokki — EQ frá Mercedes-Benz.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.