BGS gæðavottun á verkstæðum Öskju

BGS gæðavottun á verkstæðum Öskju

Bílaumboðið Askja hefur lokið gæðavottun samkvæmt gæðastaðli Bílgreinasambands Íslands fyrir þjónustu á verkstæðum sínum. Samhliða vottuninni var unnið að gerð gæðastefnu og gæðahandbókar sem nær til fólksbíla- og atvinnubílaverkstæðis Öskju. Bilaumboðið Askja mun leitast við að uppfylla kröfur BGS staðals útg. 5.0.2013 sem og lög og reglugerðir sem gilda um starfsemina og staðla framleiðanda sem Askja er með umboð fyrir.

Úttektaraðili frá Bsi á Íslandi hefur staðfest þessa gæðavottun fyrir Bílaumboðið Öskju. Með vottuninni sýnir fyrirtækið ábyrgð á því að bæta rekstur sinn og þjónustu við viðskiptavini sína á markvissan hátt. Við erum stolt af því að vera komin með þessa vottun!

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.