Bílaumboðið Askja

Fréttir

Björgvin Páll fær Mercedes-Benz bifreið til að aka á milli grunnskóla landsins

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur sett af stað forvarnar- og fræðsluverkefni í grunnskólum landsins. Verkefnið ber nafnið Vopnabúrið og er fyrirlestrarröð fyrir nemendur, kennara og foreldra. Björgvin Páll er löngu landskunnur fyrir afrek sín sem landsliðsmarkvörður í handbolta en hann átti sjálfur ekki auðvelda æsku og þurfti því að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi og hafa mikið fyrir því að ná eins langt og hann gerði.

Lesa meira

Ný kynslóð af Mercedes-Benz S-Class frumsýnd

Mercedes-Benz frumsýndi í gær nýja kynslóð af S-Class lúxusbílnum sem er án efa tæknivæddasti fjöldaframleiddi bíll heims. Hann er búinn ótrúlegum tæknibúnaði og getur ekið á sjálfstýringu að allmiklu leyti. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz og mest seldi lúxusbíll heims síðan hann kom fyrst á markað árið 1972.

Lesa meira

Honda flutt á Krókháls 13

Honda umboðið hefur flutt á Krókháls 13 og mun deila nýlegu og glæsilegu húsnæði með Kia. Honda bílar verða með sér sýningarsvæði í húsinu sem er tæplega 4.000 fermetrar að stærð og þar verður m.a að finna fullkomið þjónustuverkstæði sem verður fyrir Honda og Kia bifreiðar.

Lesa meira

Tilkynning um afhendingu varahluta

Varahlutaverslun Öskju útvegar varahluti í bifreiðar og atvinnutæki á Íslandi frá Honda, Mercedes-Benz og KIA. Margir af þessum bílum gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi, svo sem sjúkrabílar, snjómoksturbílar, vöruflutningabílar og farþegabílar. Okkar ábyrgð er að að tryggja rekstraröryggi þessara bíla.

Lesa meira

Ráðstafanir vegna COVID-19

Í Öskju leggjum við áherslu á áframhaldandi góða þjónustu við viðskiptavini okkar og höfum opið fyrir alla þjónustu og sölu á hefðbundnum opnunartíma. Við bendum viðskiptavinum okkar á að hægt er að hafa samband við okkur í síma 590 2100, með tölvupósti á netfangið askja@askja.is, og með netspjalli á askja.is.

Lesa meira

Nýr 9 manna rafbíll frá Mercedes-Benz með 421 km drægi

Nýr og breyttur Mercedes-Benz eVito Tourer var frumsýndur í þessari viku og var að vonum mikil spenna fyrir frumsýningunni á þessum vinsæla atvinnubíl sem verður nú fáanlegur sem rafbíll.

Lesa meira
Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.