Bílaumboðið Askja

Fréttir

Jólapakkadagar Kia

Gerðu þér glaðan dag með fjölskyldunni á Jólapakkadögum KIA í Öskju, laugardaginn 3. desember frá kl. 12–16. Stútfullur vetrarpakki af aukabúnaði eða ferðapakki með gjafabréfi út í heim með völdum, nýjum Kia bílum. Kynntu þér málið á pakkadagar.kia.is

Lesa meira

Nýr B-Class rafbíll dregur allt að 230 km

Nýr Mercedes-Benz B-Class rafbíll hefur verið kynntur til leiks en þetta er fyrsti hreini rafbíllinn frá þýska lúxusbílaframleiðandanum sem frumsýndur er hér á landi. Rafbíllinn hefur drægni upp á allt að 230 kílómetra við bestu aðstæður og þar spilar byltingarkenndur Range Plus tæknibúnaður bílsins inn í. Með því að ýta á takka í mælaborðinu fer Range Plus búnaðurinn í gang og eykur drægni bílsins um allt að 30 km.

Lesa meira

Kia Sportage mest seldi bíllinn í ágúst

Kia Sportage var mest seldi bíllinn á Íslandi í ágúst mánuði. Alls seldust 60 Kia Sportage bílar í mánuðinum. Í öðru sæti á eftir Sportage var Toyota Rav 4 með 50 selda bíla og Skoda Octavia var í þriðja sæti með 34 selda bíla. Toyota og Kia eru lang mest seldu bílamerkin á Íslandi í ágúst. Toyota er í efsta sæti með alls 187 selda bíla í mánuðinum en Kia í öðru sæti með alls 146 selda bíla. Volkswagen er í þriðja sæti með 90 bíla.

Lesa meira

Nýr Kia Niro frumsýndur

Kia Niro er nýr bíll frá suður-kóreska bílaframleiðandanum sem frumsýndur verður hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag, 10. september kl. 12-16. Kia Niro er Hybrid Crossover sem fengið hefur mjög góða dóma erlendis fyrir fallega hönnun og góða aksturseiginleika. Bíllinn er með straumlínulöguðum, skörpum og nútímalegum formlínum. Að framan er Niro með ættarmerki Kia sem er Tiger nose grillið. Innanrýmið er vel hannað og rúmgott þar sem m.a. er að finna hágljáandi lista, tau/leðursæti í bland og mikið farangursrými.

Lesa meira

Fyrsti Mercedes-Benz rafbíllinn frumsýndur í Eyjum

Bílaumboðið Askja mun frumsýna nýjan B-Class 250e á bílasýningu í Nethamri í Vestmannaeyjum á morgun kl. 12-16. Um er að ræða fyrsta hreina rafbíllinn frá Mercedes-Benz. Auk B-Class 250e verða sex tegundir fólksbíla frá Mercedes-Benz til sýnis en bílarnir eru A-Class, GLE, GLC, GLA og GLS auk þess sem valið úrval af atvinnubílum verða á svæðinu m.a. Sprinter, Citan og Vito.

Lesa meira

Mercedes-Benz sýningar á Austurlandi

Glæsilegur bílafloti Mercedes-Benz verður á Austurlandi um helgina. Allir ættu að finna bíl við sitt hæfi í breiðri línu sem spannar allt frá liprustu fólksbílum til öflugustu atvinnubíla.

Lesa meira
Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.