Bílaumboðið Askja

Fréttir

Kia Stonic frumsýndur

Kia Stonic er nýr sportlegur borgarjepplingur sem verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl 12-16. Stonic státar af fallegu og nýstárlegu yfirbragði sem hægt er að persónugera. Möguleiki er að fá hann einlitan eða í tveimur litatónum, þar sem þakið og speglar eru í öðrum lit en bíllinn sjálfur. Þak bílsins fæst í fimm mismunandi litum og eru samtals tuttugu litaútfærslur í boði.

Lesa meira

Mercedes-Benz sýningar í Reykjavík og á Akureyri

Bílaumboðið Askja mun halda Mercedes-Benz sýningar í Reykjavík og á Akureyri nk. laugardag 11. nóvember. Sýningin í Reykjavík verður haldin í höfuðstöðvum Öskju að Krókhálsi 11 klukkan 12-16

Lesa meira

Helga ráðin til Öskju

Helga Friðriksdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns þjónustusviðs hjá Bílaumboðinu Öskju. Helga kemur til Öskju frá Landsbankanum, en þar gegndi hún lengst af starfi forstöðumanns bíla- og tækjafjármögnunar. Helga mun veita þjónustusviði Öskju forstöðu og tekur við af Óskari Páli Þorgilssyni sem tekur nú við nýju stoðsviði gæða- og þjónustumála hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

Askja með lengri opnunartíma á fimmtudögum

Bílaumboðið Askja býður upp á lengri opnunartíma á fimmtudögum. Söludeildir fólksbíla hjá Öskju að Krókhálsi 11 verða opnar til kl. 21 á fimmtudögum.

Lesa meira

Kraftmikill Kia Stinger frumsýndur

Kia Stinger hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þessi nýi og spennandi gran tourismo bíll verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Kia Stinger er fjögurra dyra, kraftmikill, fjórhjóladrifinn sportbíll og með honum setur Kia ný viðmið í hönnunar- og framleiðslusögu fyrirtækisins.

Lesa meira

Glit­ur fær vott­un frá Mercedes-Benz

Bílaum­boðið Askja hef­ur gert samn­ing við Glit­ur bíla­mál­un og rétt­ing­ar á Suður­lands­braut. Glit­ur hef­ur nú fengið vott­un sem viður­kennt máln­ing­ar- og rétt­ing­ar­verk­stæði fyr­ir Mercedes-Benz bíla. „Glit­ur hef­ur starfað náið með Öskju allt frá ár­inu 2005 og hef­ur sinnt viðgerðum á Mercedes-Benz bif­reiðum. Sam­hliða góðu gengi í sölu og mikl­um tækninýj­ung­um hef­ur eft­ir­spurn­in eft­ir viður­kenndu verk­stæði auk­ist.

Lesa meira
Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.