Bílaumboðið Askja

Fréttir

Nýr GLS flaggskipið í jeppalínu Mercedes-Benz

Mercedes Benz hefur kynnt nýjasta lúxusjeppann GLS og er þetta nýjasta nafnabreytingin hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum sem hefur undanfarið endurskipulagt nafnakerfið á bílalínu sinni. GLS tekur við af stóra GL jeppanum og verður flaggskip jeppalínu Mercedes-Benz.

Lesa meira

Metsala Kia á fyrstu níu mánuðum ársins

Kia Motors heldur áfram að slá sölumet á árinu. Suður-kóreski bílaframleiðandinn seldi alls 295.140 bíla í Evrópu á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur aldrei selt fleiri bíla á því tímabili í sögu fyrirtækisins. Kia setti einnig sölumet á þriðja ársfjórðungi og jókst salan þá um 9,7%. Kia seldi í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins meira en 200 þúsund bíla í álfunni á fyrri helmingi ársins. Sala Kia í Evrópu hefur aukist um 8,3% á þessu ári.

Lesa meira

Sjálfakandi Actros flutningabíll

Mercedes-Benz Actros var á dögunum prófaður á A8 hraðbrautinni milli Denkendorf og Stuttgart í Þýskalandi með Highway Pilot sjálfstýringarbúnaði sem gerir það að verkum að bíllinn er sjálfakandi með þessum nýja og háþróaða búnaði.

Lesa meira

Breyttur Kia cee’d frumsýndur í Öskju

Kia cee´d hefur fengið andlitslyftingu og verður frumsýndur með breyttu sniði í Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Á sama tíma verða allir auka- og varahlutir með 20% afslætti og rúðuþurrkur með 30% afslætti auk þess sem öllum Kia eigendum verður boðið upp á 7 punkta skoðun á Kia bíla sína.

Lesa meira
Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.