Bílaumboðið Askja

Fréttir

Nýr Mercedes-Benz E-Class frumsýndur

Nýr og tæknivæddur Mercedes-Benz E-Class verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Þetta er tíunda kynslóð þessa vinsæla lúxusbíls og kemur nú fram stærri og betur búinn en nokkru sinni áður. E-Class er söluhæsti bíll þýska lúxusbílaframleiðandans frá upphafi en meira en 13 milljónir E-Class hafa selst á heimsvísu frá því bíllinn kom fyrst á markað.

Lesa meira

Útivistarsýning Kia á laugardag

Útivistarsýning Kia verður haldin nk. laugardag 9. apríl kl. 12-16 hjá Bílaumboðinu Öskju að Krókhálsi 11. Þar verður m.a. frumsýnd ný og breytt útfærsla af Kia Sorento sem nefnist Arctic edition og er tilvalinn í útivistina, veiðina og ferðalögin. Arctic Edition er upphækkaður, með lengda dempara, aukið beygjurými og kemur á sérstökum 32” Trail Country dekkjum. Bíllinn er 200 hestöfl, með 24cm veghæð og hefur 200 tonna dráttargetu. Kia Sorento Arctic Edition er fáanlegur 7 manna.

Lesa meira

Mercedes-Benz atvinnubílar í sviðsljósinu

Atvinnubílar frá Mercedes-Benz verða í sviðsljósinu nk. laugardag en þá heldur Bílaumboðið Askja sérstaka atvinnubílasýningu að Fosshálsi 1 kl. 12-16. Mercedes-Benz er stærsti framleiðandi lúxus- og atvinnubíla í heiminum og hafa verið vinsælir hér á landi sem og víða um heim. Mercedes-Benz atvinnubílarnir eru fjölbreyttir og uppfylla ólíkustu þarfir við ýmsar aðstæður. Má þar nefna Citan, Vito og Sprinter sendibílanna og glæsilegan V-Class. Þá ber mikið á vinnuþjörkunum Actros, Antos, Arocs og Ateco úr trukkadeildinni og einnig glæsilegum Tourismo hópferðabílum.

Lesa meira

María Ögn verður framkvæmdastjóri Kia Gullhringsins

María Ögn Guðmundsdóttir hjólreiðakona hefur tekið að sér framkvæmdastjórn KIA Gullhringsins, sem er eitt stærsta hjólreiðamót landsins og fram fer á Laugarvatni 9. júlí nk. María Ögn er sigursælasta hjólreiðakona landsins frá upphafi en ætlar nú að breyta til hjá sér í hjólreiðaíþróttinni, minnka við sig sem keppandi og færa sig yfir í það að stýra og þjálfa. Þetta er þó ekki fyrsta hjólreiðamótið eða viðburðurinn sem hún stýrir en hún var framkvæmdastjóri WOW Cyclothon árið 2014.

Lesa meira

Breytingar á atvinnubílaverkstæði Öskju

Eftir áratugastarf í framlínunni hefur Ágúst Guðmundsson ákveðið að stíga til hliðar sem þjónustustjóri atvinnubílaverkstæðis Öskju og taka við stöðu verkstjóra. Ágúst hefur starfað við þjónustu við Mercedes-Benz bifreiðar, fyrst hjá Ræsi en síðan frá árinu 2005 hjá Bílaumboðinu Öskju. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum fyrirtækisins og á stóran þátt í uppbyggingu þess allt frá stofnun.

Lesa meira

Ný kynslóð Kia Sportage frumsýnd

Ný kynslóð af Kia Sportage verður frumsýnd hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag 20 febrúar kl. 12-16 og söluumboðum um land allt. Þetta er fjórða kynslóð þessa vinsæla sportjeppa. Nýr Sportage er fagurlega hannaður og enn eitt dæmið um vel heppnaða hönnunarstefnu Kia á undanförnum árum.

Lesa meira
Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.