Öskjuskutlan

Öskjuskutlan

Bílaumboðið Askja býður viðskiptavinum sínum endurgjaldslausa akstursþjónustu innan höfuðborgarsvæðisins. Í boði er að aka þeim heim eða til vinnu þegar komið er með bifreið á verkstæði Öskju og sækja þegar viðgerð er lokið. Öskjuskutlan býður upp á akstur klukkan 8:15 á morgnanna og eftir það er áætlun klukkan 9:15 og 10:15.

Tímasetningar skutlunnar eru skipulagðar með fyrirvara og háðar umferð, færð og álagi hverju sinni.

Þegar bifreið er tilbúin til afhendingar getur viðskiptavinur beðið um að hann sé sóttur heim eða til vinnu. Öskjuskutlan sækir viðskiptavini milli kl 14:00 og 16:00 á daginn. Hversu langan tíma það tekur að sækja viðskiptavini fer eftir því hvar Öskjuskutlan er stödd, hvenær hún losnar og hvar viðskiptavinur er staðsettur. Reynt er að skipuleggja ferðir skutlunnar eins vel og mögulegt er.

Ef mikið liggur á er öruggara að leita annarra leiða.

Síminn í skutlunni er 664 2140.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.